Syðri Hagi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð

Málsnúmer 202406123

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 29.júlí 2024 þar sem Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun hitaveituholu og lagningu þjónustuvegar í landi Syðri-Haga.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og óveruleg breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 29.júlí 2024 þar sem Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun hitaveituholu og lagningu þjónustuvegar í landi Syðri-Haga. Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og óveruleg breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og óveruleg breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi.