Frá íbúum Skógarhólum 29 a-d; Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá íbúum við Skógarhóla 29 a-d, dagsett þann 20. júní 2023, þar sem vísað er í húsfund þann 19. júní sl. Fram koma ábendingar og vangaveltur um ýmis atriði er varðar aðgengi að húsinu og umhverfið í kringum íbúðirnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skipulagsráðs til umfjöllunar.
Skipulagsráð taki sérstaklega til skoðunar skipulag á lóðunum með hugsanlega breytingu á deiliskipulagi.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Emil Júlíus Einarsson víkur af fundi kl. 14:20 við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní sl. var tekið fyrir erindi frá íbúum við Skógarhóla 29 a-d, dagsett þann 20. júní 2023, þar sem vísað er í húsfund þann 19. júní sl. Fram koma ábendingar og vangaveltur um ýmis atriði er varðar aðgengi að húsinu og umhverfið í kringum íbúðirnar.
Niðurstaða byggðaráðs var eftirfarandi:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skipulagsráðs til umfjöllunar. Skipulagsráð taki sérstaklega til skoðunar skipulag á lóðunum með hugsanlega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra og skipulagsráðgjafa að boða lóðarhafa Skógarhóla 29 a-d á fund og fara yfir málið.

Emil Júlíus Einarsson kom aftur til fundar kl. 14:35

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Í kjölfar fundar með íbúum Skógarhóla 29 varðandi beiðni þeirra um að lóðin verði minnkuð og gata innan lóðar verði þar með í umsjá sveitarfélags leggur framkvæmdasvið til að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint ásamt því að bætt verði við lóð og byggingarreit fyrir 3-4 íbúða raðhús á einni hæð á opnu svæði norðan við lóð Skógarhóla 29 og leiksvæði fært til norðurs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 23 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 20. fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Í kjölfar fundar með íbúum Skógarhóla 29 varðandi beiðni þeirra um að lóðin verði minnkuð og gata innan lóðar verði þar með í umsjá sveitarfélags leggur framkvæmdasvið til að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint ásamt því að bætt verði við lóð og byggingarreit fyrir 3-4 íbúða raðhús á einni hæð á opnu svæði norðan við lóð Skógarhóla 29 og leiksvæði fært til norðurs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 23 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 23 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.

Skipulagsráð - 22. fundur - 28.06.2024

Á fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl. var samþykkt að gera breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á þann veg að lóð Skógarhóla 29 verði minnkuð og gata innan lóðarinnar færi þar með í umsjá sveitarfélagsins, ásamt því að bætt yrði við lóð og byggingarreit fyrir 3-4 íbúða raðhús á einni hæð á opnu svæði norðan við lóð nr. 29 og leiksvæði fært til norðurs.
Eru nú lagðar fram tillögur að frekari útfærslu umræddrar breytingar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagshönnuð í samræmi við tillögu 2. Gert verði ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi með möguleika á bílgeymslu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form teiknistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29.
- Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11.
- Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form teiknistofu. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi: - Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29. - Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11. - Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.