Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form teiknistofu. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi: - Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29. - Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11. - Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð taki sérstaklega til skoðunar skipulag á lóðunum með hugsanlega breytingu á deiliskipulagi.