Skipulagsráð

29. fundur 11. desember 2024 kl. 14:00 - 17:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að einum fundarlið yrði bætt við áður útsenda dagskrá og var það samþykkt. Umræddur fundarliður er nr. 16 í fundardagskrá.

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum ehf. fór yfir leiðarljós og næstu skref í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagshönnuð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Steinþór Traustason og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur.
Steinþór og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Steinþór Traustason og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði á Árskógssandi.
Steinþór og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík, unnin af Eflu verkfræðistofu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8.nóvember 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við deiliskipulagstillögu til auglýsingar í samvinnu við skipulagshönnuð og leggja fram á næsta fundi.

5.Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis lauk þann 26.nóvember sl.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29.
- Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11.
- Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði.

Athugasemd barst frá íbúum í Böggvisbraut 16 og 18 og Skógarhólum 5, 7 og 13 og er hún lögð fram ásamt drögum að svörum við efni athugasemda.
Í ljósi innkominna athugasemda leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði samþykkt skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að hámarks vegg- og mænishæð verði lækkuð í 3 m til samræmis við aðliggjandi byggingar.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð svör við innkomnum athugasemdum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Sjávarstígur 2 - umsókn um byggingu brimvarnargarðs

Málsnúmer 202411069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12.nóvember 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean EcoFarm ehf. sækir um heimild til að reisa brimvarnargarð úti fyrir lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Meðfylgjandi eru afstöðumynd og teikningar.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem áformin eru ekki í samræmi við Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Skipulagsráð fer fram á að fá greinargerð frá umsækjanda þar sem áform um heildaruppbyggingu á svæðinu eru skýrð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202309083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28.nóvember 2024 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytta legu Dalvíkurlínu 2 innan Friðlands Svarfdæla.
Áform eru um að færa legu línunnar nær þjóðvegi vegna fyrirséðra erfiðleika við lagningu jarðstrengs um blautt svæði friðlandsins. Er umsóknin með fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar fyrir færslu lagnaleiðar.
Meðfylgjandi eru grunnmynd og snið sem sýnir fyrirhugaða breytta legu.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

8.Skíðafélag Dalvíkur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun

Málsnúmer 202405221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.nóvember 2024 þar sem Hörður Elís Finnbogason f.h. Skíðafélags Dalvíkur sækir um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir landmótun við Brekkusel. Núverandi leyfi gerir ráð fyrir landmótun með um 1.000 m3 af efni úr húsgrunni en komið hefur í ljós að uppgrafið efni er a.m.k. um 2.600 m3.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Hringtún 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202411098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21.nóvember 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 10 við Hringtún til byggingar 210 m2 parhúss.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þar sem húsagerð á lóð nr. 10 við Hringtún er breytt úr E1 í parhús á einni hæð.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Emil Júlíus Einarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar þess að bókað erindi verði vísað til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. sé gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu.

10.Karlsrauðatorg 10 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202409116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12.nóvember 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson óskar eftir endurupptöku máls varðandi umsókn um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.október sl. og var erindinu hafnað þar sem húsbygging á lóðinni er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og bendir lóðarhafa á að sækja þarf um breytta skráningu hússins í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð tekur umsókn um breytta skráningu til umfjöllunar og ef afgreiðsla verður jákvæð verður hægt að taka umsókn um stækkun bílastæðis til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Hamarkot 2 - umsókn um skiptingu frístundalóðar

Málsnúmer 202405085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.maí 2024 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um uppskiptingu frístundalóðarinnar Hamarkots 2.
Lóðin er í dag um 3 ha og sótt er um skiptingu hennar í tvær lóðir; annars vegar í 2 ha lóð og hins vegar í 1 ha lóð.
Óskar umsækjandi eftir að fá nýrri lóð úthlutað til byggingar frístundahúss.
Afgreiðslu frestað.

12.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 365.fundi sveitarstjórnar í janúar sl. var óskað eftir því að öll ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar tækju fyrir húsnæðisáætlun 2025 og kæmu með tillögur eða viðbætur fyrir lok nóvember 2024.
Skipulagsráð vísar til þeirra deiliskipulagsverkefna sem eru í gangi.

13.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir janúar - október 2024 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundaáætlun skipulagsráðs 2025

Málsnúmer 202412021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2025.
Samþykkt.

15.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 83.fundar dags. 18.nóvember 2024 með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

16.Endurbygging grjótgarða á Hauganesi og Árskógssandi.

Málsnúmer 202311022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11.desember 2024 þar sem Hrafnkell Már Stefánsson f.h. siglingasviðs Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að haugsetja efni til uppbyggingar á grjótvarnargarði á Hauganesi.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi