Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 349. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: "Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020. Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa málinu til byggðaráðs til frekari skoðunar."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.