Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Lögð fram tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, unna af EFLU verkfræðistofu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir komu inn á fundinn að nýju kl. 17:00.

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, unna af EFLU verkfræðistofu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, unna af EFLU verkfræðistofu, og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 100. fundur - 02.12.2020

Beiðni um umsögn á skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.

Skipulagssvæðið nær yfir vegstæði þjóðvegar nr. 82, þar sem hann liggur gegnum þéttbýlið Dalvík frá þéttbýlismörkum á Skíðabraut í suðri við Svarfaðadalsveg, um Hafnarbraut og Gunnarsbraut og að bænum Mó í norðri. Vegalengdin er um 2,3 km og eru á vegkaflanum fjöldi gatnamóta auk aðkomum að lóðum sem að götunni liggja. Markmið með deiliskipulaginu er að tryggja sem best umferðaröryggi allra vegfarenda og bæta skilvirkt umferðarflæði með því að endurskoða gatnamót og innkeyrslur og ná þannig fram heildstæðum umferðaröryggisaðgerðum.

Veitu- og hafnaráð vill vekja athygli á því að þjóðvegir í þéttbýli á Dalvík eru fleiri en þjóðvegur nr. 82, því er rétt að nefna viðbótar þeim hluta þjóðvegar sem tengjast fyrrgreindum þjóðvegi. Annar þeirra liggur að ferjubryggjunni til Grímseyjar og hinn eftir Sjávarbraut niður að Austurgarði. Um þessar götur eru miklir þungaflutningar og því rétt að hanna gatnamót þeirra þannig að þau þoli þá umferð sem um þau (gatnamótin) fara.

Umhverfisráð - 346. fundur - 18.12.2020

Undir þessum lið komu á fundinn þau Anna Bragadóttir og Helgi Már Pálsson frá EFLU og kynna stöðuna kl. 10:20.
Til kynningar staða deiliskipulags þjóðvegarins gegnum Dalvík og valkostir.
Helgi og Anna viku af fundi kl. 10:40


Umhverfisráð frestar afgreiðslu tillagna til næsta fundar.

Umhverfisráð - 349. fundur - 05.02.2021

Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020.
Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 349. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020.
Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."



Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið.
Þórhalla Karlsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa málinu til byggðaráðs til frekari skoðunar.

Byggðaráð - 977. fundur - 01.03.2021

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 349. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: "Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020. Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa málinu til byggðaráðs til frekari skoðunar."
Byggðaráð vísar ofangreindu til sveitarstjóra til skoðunar.

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars sl. var ofangreint mál til umfjöllunar en málinu var vísað frá sveitarstjórn til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið. Byggðaráð vísaði málinu til sveitarstjóra til skoðunar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra frá 22. mars sl. þar sem fram kemur að kostnaður sveitarfélagsins yrði í formi gerðar deiliskipulags. Þegar kæmi að framkvæmd þá yrði kostnaðarskipting þannig að stígakerfið er sveitarfélagsins en kantsteinninn Vegagerðarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðsla umhverfisráðs um að velja valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði staðfest.

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var ofangreint mál til umfjöllunar en málinu var vísað frá sveitarstjórn til byggðaráðs og sveitarstjóra til skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið.

Á fundinum var kynnt minnisblað sveitarstjóra frá 22. mars sl. þar sem fram kemur að kostnaður sveitarfélagsins er í formi gerðar deiliskipulags, helmingakostnaður á móti Vegagerðinni. Þegar kemur að framkvæmdum er kostnaðarskipting þannig að stígakerfið er sveitarfélagsins en kantsteinninn Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðsla umhverfisráðs um að velja valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði staðfest."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og byggðaráðs um að velja valkost 1.

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Með fundarboði fylgdi greinargerð ásamt skipulagsuppdráttum að þjóðvegi í þéttbýli Dalvíkur frá EFLU verkfræðistofu en verkefnið er samstarfsverkefni með Vegagerðinni.

Einnig fylgdi minnisblað frá EFLU vegna möguleika á hönnun krossgatnamóta Karlsrauðatorgs, Hafnarbrautar / Gunnarsbrautar.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 362. fundur - 17.09.2021

Farið yfir nýjustu drög að deiliskipulagi Þjóðvegarins sem unnið er af Eflu í samvinnu við Vegagerðina.
Umhverfisráð fór yfir framlögð drög að deiliskipulagi og tók saman sínar athugasemdir og tillögur að breytingum. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að koma athugasemdunum á framfæri við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Anna Bragadóttir og Helgi Már Pálsson frá Eflu kom inn á fundinn í fjarfundi undir þessum lið.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir þjóðveginn í gegn um Dalvík unnin af Eflu ehf. í samvinnu við Vegagerðina. Tillagan samanstendur af uppdráttum og greinargerð dagsettum 26. nóvember 2021.
Umhverfisráð er ánægt með fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög að undanskildum gatnamótum við Svarfaðardalsveg vestari (við Árgerði) annars vegar og Karlsrauðatorg hins vegar. Umhverfisráð telur að bráðnauðsynlegt sé að á báðum þessum gatnamótum verði sett hringtorg til að auka umferðaöryggi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Snæþór Arnþórsson mætti á fundinn kl. 09:00.
Á fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík. Umhverfisráð bókaði eftirfarandi:
Umhverfisráð er ánægt með fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög að undanskildum gatnamótum við Svarfaðardalsveg vestari (við Árgerði) annars vegar og Karlsrauðatorg hins vegar. Umhverfisráð telur að bráðnauðsynlegt sé að á báðum þessum gatnamótum verði sett hringtorg til að auka umferðaöryggi.

Fyrir fundinum nú lá minnisblað með samanburði á hringtorgum og kross eða t-gatnamótum við Svarfaðadalsveg vestari og Karlsrauðatorg unnið af Eflu. Að mati skipulagshöfunda eru ókostir við hringtorgin mikill kostnaður og meira rask og mæla þeir með að skipulagstillagan haldi sér með fyrri tillögum að breytingum.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík. Umhverfisráð bókaði eftirfarandi: Umhverfisráð er ánægt með fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög að undanskildum gatnamótum við Svarfaðardalsveg vestari (við Árgerði) annars vegar og Karlsrauðatorg hins vegar. Umhverfisráð telur að bráðnauðsynlegt sé að á báðum þessum gatnamótum verði sett hringtorg til að auka umferðaöryggi. Fyrir fundinum nú lá minnisblað með samanburði á hringtorgum og kross eða t-gatnamótum við Svarfaðadalsveg vestari og Karlsrauðatorg unnið af Eflu. Að mati skipulagshöfunda eru ókostir við hringtorgin mikill kostnaður og meira rask og mæla þeir með að skipulagstillagan haldi sér með fyrri tillögum að breytingum. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 115. fundur - 01.07.2022

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 13. janúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2021. Óskar skipulags- og tæknifulltrúi eftir umsögn um tillöguna.
Ekki gerðar athugasemdir við framlagða umsögn sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 1. fundur - 14.09.2022

Deiliskipulagið er í raun búið í auglýsingaferli. Nokkrar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Taka þarf afstöðu til þeirra og líka hugmynda Vegagerðarinnar um að halda íbúafund þar sem tillagan væri reifuð og kynnt betur.
Skipulagsráð mun halda opinn íbúafund sem allra fyrst þar sem málið snertir alla íbúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Anna og Rúna kynntu stöðu á tillögu að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík. Skipulagsráð leggur til að tillaga að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík og breyting á skipulagsmörkum hafnarsvæðisins verði lagt fyrir á næsta fundi ráðsins. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Anna Bragadóttir og Rúna Ásmundsdóttir viku af fundi kl. 14:30

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík, unnin af Eflu verkfræðistofu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8.nóvember 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við deiliskipulagstillögu til auglýsingar í samvinnu við skipulagshönnuð og leggja fram á næsta fundi.