Veitu- og hafnaráð

115. fundur 01. júlí 2022 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Silja Pálsdóttir, aðalmaður, boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, varamaður, sat fundinn í hennar stað.

1.Erindisbréf veitu- og hafnaráðs 2019

Málsnúmer 202206082Vakta málsnúmer

Kynning á erindisbréfi veitu og hafnaráðs.
Lagt fram erindisbréf veitu- og hafnaráðs og farið yfir þá málaflokka og deildir sem heyra undir ráðið.

2.Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202206085Vakta málsnúmer

Kynning á starfsáætlun framkvæmdasviðs.
Lögð fram til kynningar Starfsáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2022.

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna starfsmanna veitu- og hafnaráðs.

4.Umsókn um heimlögn fráveita, hitaveita og kaldavatn

Málsnúmer 202206112Vakta málsnúmer

Sótt er um heimlögn fyrir aðveitur og fráveitu fyrir sumarhús í landi Skáldarlækjar ytri
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Rotþrær tæming og nýmæli 2022

Málsnúmer 202203123Vakta málsnúmer

Hreinsitækni sem sér um tæmingar á rotþróm sveitarfélagsins býðst til að taka þátt í því að færa rotþrær og tæmingar í gagnagrunn map.is. Með því móti einfaldar það allt utanumhald og skilar í rauntíma upplýsingum í kortagrunn okkar hjá Loftmyndum sem íbúar hafa aðgang að.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að framkvæmdasvið kaupi aðgang að gagnagrunni map.is varðandi skráningar rotþróa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Hitastigulsboranir við Þorvaldsdal - Norðurorka

Málsnúmer 202202053Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Norðurorku um þátttöku í rannsóknum á hitakerfi við minni Þorvaldsdals.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að sækja um viðauka fyrir hlutdeild Hitaveitu Dalvíkurbyggðar í þátttöku í rannsóknum á hitakerfi í minni Þorvaldsdals. Verkefnið er í samstarfi við Norðurorku.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun 2023; ýmislegt frá íbúaráði og íbúum á Árskógssandi

Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri óskum um ýmis mál í 22 liðum. Byggðaráð samþykkti að vísa liðum 3,8,9,10,14,15 og 16 til veitu- og hafnaráðs.
Veitu- og hafnaráð frestar til næsta fundar ráðsins umfjöllun um erindi móttekið þann 20. júní 2022 frá íbúasamtökum Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Takmarkanir á skipakomum

Málsnúmer 202204053Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Olíutankar við Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202205031Vakta málsnúmer

Færsla á olíutönkum. Kynnt verður staða mála.
Lagt fram til kynningar.

10.Boðun hafnasambandsþings og gisting

Málsnúmer 202206116Vakta málsnúmer

Boðun á Hafnasambandsþing Íslands.
Samkvæmt 4. gr. laga hafnasambandsins samþykkir veitu- og hafnaráð að fulltrúar Hafnasjóðs verði Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Haukur Arnar Gunnarsson, formaður veitu- og hafnaráðs og varamennirnir Benedikt Snær Magnússon og Gunnlaugur Svansson.

11.Styrkir vegna fordæmisgefandi dómsmála

Málsnúmer 202206132Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Á 444. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 14. júní sl. voru samþykktar reglur um styrki vegna fordæmisgefandi úrskurða og dómsmála er varða hafnarrekstur. Til kynningar.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir áhyggjum af áformum um breytinga á hafnalögum: Ytri hafnarmörk - 2112002HA sem koma fram í bókunum Hafnasambandsins en þar voru lagðar fram niðurstöður könnunar Hafnasambands Íslands á áhrifum hugsanlegra breytinga á ytri mörkum hafnasvæða.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 13. janúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2021. Óskar skipulags- og tæknifulltrúi eftir umsögn um tillöguna.
Ekki gerðar athugasemdir við framlagða umsögn sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs