Veitu- og hafnaráð

100. fundur 02. desember 2020 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll og situr Óskar Þór Óskarsson fundinn í hennar stað.
Einnig boðaði Kartín Sigurjónsdóttir forföll.

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Fundargerð 427. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn mánudaginn 19. október 2020 og hófst hann kl. 13:00, um var að ræða fjarfund.
Lögð fram til kynningar.

2.Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, er í samráðsgátt.

Málsnúmer 202011076Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði um eldisgjald og rafræna vöktun í höfnum. Þá er það jafnframt til innleiðingar á ákvæðum EES-gerðar um þjónustu í höfnum og gagnsæi í fjármálum hafna.
Umsagnarfrestur er liðinn (10.11.2020-23.11.2020).

Fyrir fundinum liggur umsögn Hafnasambands Íslands um drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum 2020. Sviðsstjóri hefur merkt sérstaklega í framangreindri umsögn það sem gæti snert starfsemi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með samhljóða fimm atkvæðum að gera fyrirliggjandi umsögn Hafnasambands Íslands að sinni umsögn því mörg atriði sem upp eru talin þar skipta verulegu máli í starfsemi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

3.Hafnareglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er, 08.07.2019, er óskað eftir staðfestingu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Svar barst frá ráðuneytinu með bréfi sem dagsett er 06.10.2020 þar sem gerðar eru athugasemdir við ofangreind drög að reglugerð Hafnasjóðs.
Ofangreind viðbrögð ráðuneytisins eru til skoðunar hjá lögfræðingi Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð vill taka fram að rekstur hafnanna hefur um langt árabil verið og er í afmarkaðri rekstareiningu. Umræða og samþykktir í veitu- og hafnaráði um málefni hafna eru algjörlega aðskilin frá málefnum veitna.
Að öðru leyti er þessi stjórnskipan ákvörðun sveitarstjórnar.

4.Skjálftavirkni norðan við Hrísey

Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt minnisblað frá 05.11.2020, sem Ísor vann fyrir Norðurorku vegna skjálftavirkni norðan Hríseyjar. Í minnisblaðinu kemur eftirfarandi fram:

"Tengsl skjálftavirkni við þekkt jarðhitasvæði í Eyjafirði hefur verið könnuð í gegnum tíðina, m.a. við jarðhitaleit á Árskógsströnd árið 1996 þegar dregin var upp brotalína út frá dreifingu skjálfta úr SIL-gagnagrunni VÍ (Ólafur G. Flóvenz og Ómar Bjarki Smárason, 1997). Í ljós komu vísbendingar um skjálftasprungu með NNV-læga stefnu. Stefna brotalínunnar er sú sama og stefna annars tveggja sprungukerfa við jarðhitann í Hrísey, og svipuð stefnu þeirrar sprungu sem kortlögð var norðvestan við Hrísey (Sigurður Th. Rögnvaldsson, 2000). Að auki raða jarðhitasvæðin í Hrísey, Birnunesborgum, Ytri-Vík og Hjalteyri sér á belti með NNV-læga stefnu og eru þau væntanlega í tengslum við þessa skjálftasprungu (Bjarni Gautason o.fl., 2002; Ólafur G. Flóvenz o.fl., 2002)."
Lögð fram til kynningar.

5.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2020

Málsnúmer 202011079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2020. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 241,20 kr/m3 húss.
Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.602.933,-.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna hans.

6.Framkvæmdir árið 2020

Málsnúmer 202002001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðumat bæði vegna rekstrar og framkvæmda og svaraði fyrirspurnum ráðsmanna.
Lagt fram til kynningar.

7.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli ásamt umhverfisskýrslu.
Veitu- og hafnaráð vekur athygli á því að í fyrirliggjandi tillögu að umræddu deiliskipulagi er gert ráð fyrir töluverðri innviðauppbyggingu á skipulagssvæðinu sem snýr beint að veitum Dalvíkurbyggðar. Sem dæmi má nefna að við byggingareit B-6 er gert ráð fyrir rotþró, en þar sem sá byggingarreitur er í um 200m hæð getur orðið erfitt að þjónusta hana. Auk þessa er gert ráð fyrir töluverðri aukningu á byggingamagni sem núverandi stofnlagnir hita- og vatnsveitu hafa ekki burðargetu til að anna.

8.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Beiðni um umsögn á skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.

Skipulagssvæðið nær yfir vegstæði þjóðvegar nr. 82, þar sem hann liggur gegnum þéttbýlið Dalvík frá þéttbýlismörkum á Skíðabraut í suðri við Svarfaðadalsveg, um Hafnarbraut og Gunnarsbraut og að bænum Mó í norðri. Vegalengdin er um 2,3 km og eru á vegkaflanum fjöldi gatnamóta auk aðkomum að lóðum sem að götunni liggja. Markmið með deiliskipulaginu er að tryggja sem best umferðaröryggi allra vegfarenda og bæta skilvirkt umferðarflæði með því að endurskoða gatnamót og innkeyrslur og ná þannig fram heildstæðum umferðaröryggisaðgerðum.

Veitu- og hafnaráð vill vekja athygli á því að þjóðvegir í þéttbýli á Dalvík eru fleiri en þjóðvegur nr. 82, því er rétt að nefna viðbótar þeim hluta þjóðvegar sem tengjast fyrrgreindum þjóðvegi. Annar þeirra liggur að ferjubryggjunni til Grímseyjar og hinn eftir Sjávarbraut niður að Austurgarði. Um þessar götur eru miklir þungaflutningar og því rétt að hanna gatnamót þeirra þannig að þau þoli þá umferð sem um þau (gatnamótin) fara.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs