Sveitarstjórn

342. fundur 18. janúar 2022 kl. 16:15 - 17:06 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1010, frá 16.12.2021.

Málsnúmer 2112008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 4 er sérliður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1011, frá 06.01.2022

Málsnúmer 2112010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1012, frá 13.01.2022

Málsnúmer 2201005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 9 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 67, frá 14.01.2022

Málsnúmer 2201006FVakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 16:20.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 2 a og 2 b er sér liður á dagskrá.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 255, frá 14. desember 2021.

Málsnúmer 2111006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Til afgreiðslu 9 liður.
Enginn tók til máls.
  • Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 03.11.2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til Stígamóta. Félagsmálaráð - 255 Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ráðið styrkir Aflið systrafélag Stígamóta. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.

6.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 110, frá 17.12.2021

Málsnúmer 2112006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 135, frá 11.01.2022

Málsnúmer 2201003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 136, frá 13.01.2022

Málsnúmer 2201008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfisráð - 367, frá 13.01.2022.

Málsnúmer 2201001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Liður 9 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðsluráð - 266, frá 12.01.2022

Málsnúmer 2112011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 111, frá 14.01.2022.

Málsnúmer 2201004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6. liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl. Siðari umræða.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 341. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeininga um ritun fundargerðar, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirfarin drög að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar af sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs og lögfræðingi frá KPMG. Til viðbótar er ný tillaga að viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn." Niðurstaða: Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingatillögum sem gerðar hafa verið á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs á milli umræðna.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum:
a) Fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar ráðherra.
b) Fyrirliggjandi tillögur að breytingum á erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs.

13.Frá 1010. fundi byggðaráðs þann 16.12.2021; Umsagnarbeiðni vegna Baccalá bar frá SA339 ehf

Málsnúmer 202112036Vakta málsnúmer

Á 1010. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 7. desember 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Baccalá Bar frá SA339 ehf. Tegund leyfis er rekstur veitinga, Flokkur II, Tegund - A Veitingahús. Byggðaráð gerir athugasemd við tímasetningu í umsókninni en gerir ekki aðrar athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um að fyrir liggi umsagnir slökkviliðs, byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlits. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og eldvarnareftirlits.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

14.Frá 1011. og 1012. fundi byggðaráðs þann 06.01. og 13.01.2022; Hluthafafundir Tækifæris hf. des. 2021 og jan. 2022

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 20. desember sl. þar sem boðað er til hluthafafundar mánudaginn 27. desember sl. Stjórn Tækifæris hf. hefur undirritað kaupsamning um sölu allra eigna félagins að frátöldum eignarhlutum þess í Sjóðböðunum og Jarðböðunum. Kaupandi er Fjárfestingarfélagið Urðir ehf. en það er að fullu í eigu KEA svf. Um virði hins keypta liggur fyrir sérfræðiskýrsla sem unnin er af endurskoðanda félagsins í samræmi við 2. mgr. 95. gr a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög þrátt fyrir að umfang viðskiptanna sé undir þeim viðmiðunum sem lögin gera ráð fyrir um gerð sérfræðiskýrslu og samþykki hluthafafundar. Meðfylgjandi er sérfræðiskýrsla endurskoðanda félagsins. b) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 4. janúar 2022, þar sem boðað er til hluthafafundar 10. janúar nk. kl. 14:00. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar nk." Sveitarstjóri gerði grein fyrir upplýsingum sem hún hefur aflað sér um málið og hluthafafund Tækifæris þann 10. janúar sl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna með möguleika á sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum (áður Tækifæri hf.)."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar sl.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna með möguleika á sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum (áður Tækifæri hf.).

15.Frá 1011. fundi byggðaráðs þann 06.01.2022; Sjávarplássið Dalvík. S

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var eftirfarandi bókað varðandi umfjöllun um mál 201510077; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar". Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir. Lagt fram til kynningar. Í minnisblaði sveitarstjóra er gert grein fyrir símtali frá Jóhanni Antonssyni, rétt fyrir áramótin, þar sem fram kom ósk um að Dalvíkurbyggð myndi kaupa af honum slatta af bókinni "Sjávarplássið Dalvík", til að eiga til gjafa við stærri tilefni. Í símtalinu rakti Jóhann undanfara skrifanna. Byggðaráð óskar Jóhanni Antonssyni til hamingju með bókina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 400.000 til kaupa á eintökum á ritinu "Sjávarpláss Dalvíkur" af Jóhanni Antonssyni. Vísað á deild 21020; byggðaráð."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um kr. 400.000 framlag til kaupa á ritinu "Sjávarplássið Dalvík" af Jóhanni Antonssyni, vísað á deild 21020.

16.Frá 1012. fundi byggðaráðs þann 13.01.2022; Afsláttur fasteignaskatts 2022 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202201037Vakta málsnúmer

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar hvað varðar afslátt fasteignaskatts 2022 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt fasteignaskatts 2022 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

17.Frá 1012. fundi byggðaráðs þann 13.01.2022; Styrkur til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2022

Málsnúmer 202201038Vakta málsnúmer

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2022.

18.Frá 1012. fundi byggðaráðs þann 13.01.2022: Umsókn um tónlistarnám fyrir utan lögheimilissveitarfélag

Málsnúmer 202201007Vakta málsnúmer

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 3. janúar 2022, þar sem lagt er til að umsókn nemenda við Tónlistarskólann i Eyjafirði verði samþykkt vegna náms á vorönn 2021/2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn og hlutdeild Dalvíkurbyggðar í kostnaði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi umsókn nemenda við Tónlistarskólann í Eyjafirði fyrir vorönn 2021/2022. Kostnaði vísað á deild 04530.

19.Frá 110. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.12.2021; Frá Norðurorku -Framkvæmdaleyfi Rannsóknarboranir

Málsnúmer 202112030Vakta málsnúmer

Á 110. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf. dagsett 6. desember 2021 en fyrirtækið hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til borunar nokkurra rannsóknarholna innan marka Dalvíkurbyggðar og er með því að fá betri þekkingu á jarðhitasvæðum í Eyjafirði. Framkvæmdir eru fyrirhugaðar eftir áramót ef mögulegt er. Holurnar eru boraðar með litlum bor og þarfnast ekki sérstakrar vegagerðar eða annars slíks og ummerki eftir borun einungis járn rör sem stendur upp úr jörðinni. Gert verður samkomulag við landeigendur um þessa borun og mega þeir nýta holuna ef þeir vilja að mælingum loknum. Staðsetningar eru gróft ákvarðaðar af Íslenskum Orkurannsóknum en endanleg staðsetning er ákveðin af starfsmönnum Norðurorku í samráði við landeigendur. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að áfram verið unnið að samstarfi við Norðurorku um fyrirhugaðar boranir á hitastigulsholum í mynni Þorvaldsdals. Endanleg ákvörðun verður tekin þegar kostnaðargreining liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um áframhaldandi samstarf við Norðurorku um fyrirhugaðar boranir á hitastigulsholum í mynni Þorvaldsdals en kostnaðargreining þurfi að liggja fyrir áður en hægt er að taka endanlega ákvörðun.

20.Frá 110. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.12.2021; Jöfnun húshitunarkostnaðar 2021

Málsnúmer 202112056Vakta málsnúmer

Á 110. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2021. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 232,2 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.505.808 kr. Skoða uppfærslu á reglum á jöfnun húshitunarkostnaðar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna jöfnunar. Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að uppfæra reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar og leggja fyrir ráðið."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og staðfestir framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna jöfnunar.

21.Frá 266. fundi fræðsluráðs þann 12.01.2022; Ósk um breytingu á skóladagatali 2021 - 2022

Málsnúmer 202112104Vakta málsnúmer

Á 266. fundi fræðsluráðs þann 12. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson lagði fram minnisblað dags.? Þar sem hann óskar eftir breytingu á skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2021 - 2022. Fræðsluráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum breytingu á skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2021 - 2022. Að færa skipulagsdag sem er 2. júní og hafa hann 27. maí vegna fyrirhugaðrar námsferðar til Vestmannaeyja.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og tillögu að breytingum á skóladagatali Dalvíkurskóla vegna fyrirhugaðrar námsferðar til Vestmannaeyja.

22.Frá 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14.01.2022; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi. Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið til frekari umfjöllunar í byggðaráði.

23.Frá 67. fundi atvinnumála- og kynningarráðs frá 14.01.2022; Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Á 67. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 17. desember 2021, þar sem fram kemur að N4 vinnur að því að koma á samstarfi að lágmarki fimm en vonandi allra 11 sveitarfélaga (utan Akureyrar) á Norðurlandi eystra og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélögum og N4, um að auka sýnileika með stöðugri umfjöllun á faglegan og áhugaverðan hátt frá svæðinu m.a. með þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleira. Nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga og frumkvæði að því að leggja málinu lið með jafn hárri upphæð og sveitarfélögin leggja fram, til þess að þetta geti orðið að veruleika með breiðu samstarfi. Tilefni þessa átaks er ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hefur sagt upp 14 ára gömlum samningi við N4 sem fól m.a. í sér umfjöllun um Akureyri í þáttunum Að norðan og Föstudagsþætti auk þess að taka upp og sýna frá bæjarstjórnarfundum. Samningurinn var táknrænn á margan hátt þar sem N4 er eina sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar á Norðurlandi enda stendur N fyrir Norðurland en 4 fyrir höfuðáttirnar. N4 hefur gert sambærilega samninga við Austfirði, Norðurland vestra, Vesturland, Vestfirði og nú einnig Suðurland og mun dagskrá næsta árs bera þess sterk merki að ekkert verður þá fjallað um heimasvæði N4, náist ekki þetta markmið með sveitarfélögunum á Norðurlandi. N4 býðst til að veita svæðinu sambærilega þjónustu í dagskrárgerð og öðrum svæðum á landinu. Erindið er því að kanna hverjir hafa áhuga á að taka þátt. Hægt sé að fara nokkrar leiðir, - allir greiði jafnt kr. 730.000 og fái þá jafna umfjöllun eða greiði skv. öðru skipulagi og fái þá umfjöllun m.v.sitt framlag. Meðfylgjandi er einnig ályktun frá stjórn N4 til Fjárlaganefndar Alþingis vegna fyrirætlana um að skerða styrki til frjálsra fjölmiðla á næsta ári. Það myndi klárlega auka vægi ályktunarinnar ef sveitarfélögin tækju undir hana.
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli N4 og Dalvíkurbyggðar um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000 þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 og kr. 750.000 árið 2022 án vsk.

Á 1011. fundi Byggðaráðs sem haldinn var þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi frá N4 til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningi til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði. Ofangreint tekið til umfjöllunar og afgreiðslu hjá ráðinu.

a) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að gengið verði inn í samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
b) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samning við N4 um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000, þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 fyrir undirbúning þáttagerðar, handritsgerð og hönnunarvinnu og kr. 750.000 árið 2022 fyrir upptökur, klippingar og eftirvinnslu.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir um a) lið og leggur til eftirfarandi afgreiðslu:
Sveitarstjórn tekur fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós.
Einnig tók Katrín til máls um b) lið.

Guðmundur St. Jónsson, um a) lið og b) lið.
Dagbjört Sigurpálsdóttir, um b) lið.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, um b) lið.

a) Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar að bókun og afreiðslu.
b) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og fyrirliggjandi samning við N4 um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000 án vsk þannig að 50% sé vegna ársins 2021 og 50% vegna ársins 2022. Kostnaði er vísað á deild 21500. Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá við afgreiðslu.

24.Frá 67. fundi atvinnumála- og kynningarráðs frá 14.01.2022; Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20212022

Málsnúmer 202112093Vakta málsnúmer

Á 67. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Nú hefur úthlutun byggðakvóta átt sér stað fyrir sveitarfélagið. Óskað er eftir að sérreglur frá sveitarfélögum með breytingum, ef einhverjar eru, berist ráðuneytinu í síðasta lagi 21. janúar nk. Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð sendi frá sér óbreyttar sérreglur frá fyrra fiskveiðiári til ráðuneytisins."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:54.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs um að Dalvíkurbyggð sendi frá sér óbreyttar sérreglur frá fyrra fiskiveiðiári til ráðuneytisins, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

25.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda - tillaga að reglum um stöðuleyfi.

Málsnúmer 202103082Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:56.

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum framlögð drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir breytingartillögum á reglunum frá afgreiðslu umhverfisráðs og eru þær meðfylgjandi fundarboði sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir.

26.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 365. fundi umhverfisráðs þann 5. nóvember 2021 samþykkti ráðið samhljóða að veita Mannvit framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá en lagði áherslu á að jarðvegsraski yrði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni yrði þannig að sem minnst ummerki sjáist. Nú er búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Upsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun. Mannvit óskar eftir staðfestingu umhverfisráðs á að mega ljúka við framkvæmdina. Gætt verður að því að fara að öllu eins varlega og hægt er og þannig að hægt sé að lagfæra að mestu, komi ekki til virkjunar.Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að heimila Mannvit að ljúka við að taka prufuholur 1-7 og gæti eins og hægt er að jarðraski þannig að ummerkjum verði haldið í lágmarki".
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið framkvæmdaleyfi til Mannvits með þeim skilyrðum sem umhverfisráð setur.

27.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Moldhaugnaháls, Hörgársveit - skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 202112029Vakta málsnúmer

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dagsett 6. desember 2021 frá sveitarstjórn Hörgársveitar en sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum 30. nóvember 2021 að vísa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 í kynningarferli skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til breytinga á skilmálum athafnasvæðis AT-1 og afþreyingar- og ferðaþjónustusvæðis AF-2 á Moldhaugnahálsi vegna áforma um aukin umsvif á svæðinu. Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og er gerð grein fyrir fyrirhuguðu umhverfismati skipulagsáætlunarinnar í lýsingunni. Lýsingin er send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 30. skipulagslaga nr. 123/2010 og er óskað eftir umsögn fyrir mánudaginn 3. janúar 2022. Ef ekki berst umsögn fyrir þann tíma er litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við lýsinguna. Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu.

28.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Glæsibær, 2. áfangi - skipulagslýsing vegna aðal - og deiliskipulags íbúðarbyggðar

Málsnúmer 202112085Vakta málsnúmer

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dagsett 20. desember 2021 frá sveitarstjórn Hörgársveitar en sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum 17. desember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 og vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðarhverfi í landi Glæsibæjar í kynningarferli skv. skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja 13 íbúðarlóðir á svæði sem er skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði í gildandi aðalskipulagi. Með framlagningu lýsingar hefst samráð við íbúa, aðra hagsmunaaðila og umsagnaraðila um gerð deiliskipulagsins og breytingar á aðalskipulagi. Lýsingin eru send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað eftir umsögn eigi síðar en miðvikudaginn 12. janúar 2022. Ef ekki berst umsögn innan þess tíma verður litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við lýsinguna. Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

29.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051Vakta málsnúmer

Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi umhverfisráðs, þann 5. nóvember 2021, var tekin fyrir ósk Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Umhverfisráð samþykkti erindið og lagði til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með fundarboði fylgdu athugasemdir skipulagshöfundar deiliskipulags Lokastígsreits varðandi fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu og afgreiðslu umhverfisráðs á breytingartillögunni. Einnig liggja fyrir svör frá framkvæmdaaðila við umræddum athugasemdum. Umhverfisráð stendur við fyrri bókun sína frá fundi sínum þann 5. nóvember sem var staðfest í sveitarstjórn þann 23. nóvember 2021 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og stendur við fyrri afgreiðslu sína frá fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2021.

30.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík. Umhverfisráð bókaði eftirfarandi: Umhverfisráð er ánægt með fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög að undanskildum gatnamótum við Svarfaðardalsveg vestari (við Árgerði) annars vegar og Karlsrauðatorg hins vegar. Umhverfisráð telur að bráðnauðsynlegt sé að á báðum þessum gatnamótum verði sett hringtorg til að auka umferðaöryggi. Fyrir fundinum nú lá minnisblað með samanburði á hringtorgum og kross eða t-gatnamótum við Svarfaðadalsveg vestari og Karlsrauðatorg unnið af Eflu. Að mati skipulagshöfunda eru ókostir við hringtorgin mikill kostnaður og meira rask og mæla þeir með að skipulagstillagan haldi sér með fyrri tillögum að breytingum. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

31.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 17. desember 2021 þar sem hann óskar eftir að afgreiðsla frá 358. fundi umhverfisráðs sem haldinn var þann 12. júlí 2021 og á 361. fundi ráðsins þann 03. september saman ár verði tekið upp að nýju og afgreitt. Einnig fylgdi fundarboði tölvupóstur frá Berki dagsettur 11. janúar 2022 með rökum fyrir að lóðinni sé úthlutað. Umhverfisráð ítrekar að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið og þegar það liggur fyrir og er samþykkt þá séu nýjar lóðir auglýstar lausar til umsóknar. Umhverfisráð leggur til að vinna verði hafin sem allra fyrst við deiliskipulagsgerðina með það að markmiði að ljúka henni á vordögum 2022."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

32.Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2022; Framtíð og rekstur svæðisskipulags

Málsnúmer 202112107Vakta málsnúmer

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins. Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig: "Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.

33.Fundagerðir stjórnar Menningarfélagsins Berg ses 2022

Málsnúmer 202201058Vakta málsnúmer

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:06.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs