Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer
Á 67. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 17. desember 2021, þar sem fram kemur að N4 vinnur að því að koma á samstarfi að lágmarki fimm en vonandi allra 11 sveitarfélaga (utan Akureyrar) á Norðurlandi eystra og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélögum og N4, um að auka sýnileika með stöðugri umfjöllun á faglegan og áhugaverðan hátt frá svæðinu m.a. með þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleira. Nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga og frumkvæði að því að leggja málinu lið með jafn hárri upphæð og sveitarfélögin leggja fram, til þess að þetta geti orðið að veruleika með breiðu samstarfi. Tilefni þessa átaks er ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hefur sagt upp 14 ára gömlum samningi við N4 sem fól m.a. í sér umfjöllun um Akureyri í þáttunum Að norðan og Föstudagsþætti auk þess að taka upp og sýna frá bæjarstjórnarfundum. Samningurinn var táknrænn á margan hátt þar sem N4 er eina sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar á Norðurlandi enda stendur N fyrir Norðurland en 4 fyrir höfuðáttirnar. N4 hefur gert sambærilega samninga við Austfirði, Norðurland vestra, Vesturland, Vestfirði og nú einnig Suðurland og mun dagskrá næsta árs bera þess sterk merki að ekkert verður þá fjallað um heimasvæði N4, náist ekki þetta markmið með sveitarfélögunum á Norðurlandi. N4 býðst til að veita svæðinu sambærilega þjónustu í dagskrárgerð og öðrum svæðum á landinu. Erindið er því að kanna hverjir hafa áhuga á að taka þátt. Hægt sé að fara nokkrar leiðir, - allir greiði jafnt kr. 730.000 og fái þá jafna umfjöllun eða greiði skv. öðru skipulagi og fái þá umfjöllun m.v.sitt framlag. Meðfylgjandi er einnig ályktun frá stjórn N4 til Fjárlaganefndar Alþingis vegna fyrirætlana um að skerða styrki til frjálsra fjölmiðla á næsta ári. Það myndi klárlega auka vægi ályktunarinnar ef sveitarfélögin tækju undir hana.
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli N4 og Dalvíkurbyggðar um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000 þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 og kr. 750.000 árið 2022 án vsk.
Á 1011. fundi Byggðaráðs sem haldinn var þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi frá N4 til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningi til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði. Ofangreint tekið til umfjöllunar og afgreiðslu hjá ráðinu.
a) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að gengið verði inn í samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
b) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samning við N4 um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000, þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 fyrir undirbúning þáttagerðar, handritsgerð og hönnunarvinnu og kr. 750.000 árið 2022 fyrir upptökur, klippingar og eftirvinnslu.