Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf. dagsett 6. desember 2021 en fyrirtækið hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til borunar nokkurra rannsóknarholna innan marka Dalvíkurbyggðar og er með því að fá betri þekkingu á jarðhitasvæðum í Eyjafirði.
Framkvæmdir eru fyrirhugaðar eftir áramót ef mögulegt er. Holurnar eru boraðar með litlum bor og þarfnast ekki sérstakrar vegagerðar eða annars slíks og ummerki eftir borun einungis járn rör sem stendur upp úr jörðinni. Gert verður samkomulag við landeigendur um þessa borun og mega þeir nýta holuna ef þeir vilja að mælingum loknum. Staðsetningar eru gróft ákvarðaðar af Íslenskum Orkurannsóknum en endanleg staðsetning er ákveðin af starfsmönnum Norðurorku í samráði við landeigendur.
Kristján Hjartarson, aðalmaður, kom inn á fundinn kl. 08:50.