Veitu- og hafnaráð

110. fundur 17. desember 2021 kl. 08:15 - 10:07 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Rúnar Þór Ingvarsson, starfsmaður hafna, sat fundinn undir liðum 1-4 um málefni hafna.
Rúnar Helgi Óskarsson, starfsmaður veitna, sat fundinn undir liðum 5-8 um málefni veitna.

1.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu máls Dalvíkurbyggðar um umsókn um að Dalvíkurhöfn verði tollhöfn. Vonir standa til að málin skýrist í janúar.
Lagt fram til kynningar.

2.Könnun á nýframkvæmdum og endurbótum hafnarmannvirkja

Málsnúmer 202106049Vakta málsnúmer

Til kynningar skýrsla Hafnasambands Íslands um nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna 2021-2031.
Lagt fram til kynningar.

3.Sérstak strandveiðigjald hafna 2021

Málsnúmer 202111109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Fiskistofu dagsett 26. nóvember 2021, upplýsingar um sérstakt strandveiðigjald hafna fyrir tímabilið 1. maí til 31. ágúst 2021. Gjaldið er innheimt af Fiskistofu og er heildarhlutur hafna Dalvíkurbyggðar 566.814 krónur.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 12. nóvember 2021.

Rúnar Þór Ingvarsson vék af fundi kl. 08:40
Rúnar Helgi Óskarsson, starfsmaður veitna, kom inn á fundinn kl. 08:48.
Kristján Hjartarson, aðalmaður, kom inn á fundinn kl. 08:50.

5.Frá Norðurorku -Framkvæmdaleyfi Rannsóknarboranir

Málsnúmer 202112030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf. dagsett 6. desember 2021 en fyrirtækið hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til borunar nokkurra rannsóknarholna innan marka Dalvíkurbyggðar og er með því að fá betri þekkingu á jarðhitasvæðum í Eyjafirði.

Framkvæmdir eru fyrirhugaðar eftir áramót ef mögulegt er. Holurnar eru boraðar með litlum bor og þarfnast ekki sérstakrar vegagerðar eða annars slíks og ummerki eftir borun einungis járn rör sem stendur upp úr jörðinni. Gert verður samkomulag við landeigendur um þessa borun og mega þeir nýta holuna ef þeir vilja að mælingum loknum. Staðsetningar eru gróft ákvarðaðar af Íslenskum Orkurannsóknum en endanleg staðsetning er ákveðin af starfsmönnum Norðurorku í samráði við landeigendur.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að áfram verið unnið að samstarfi við Norðurorku um fyrirhugaðar boranir á hitastigulsholum í mynni Þorvaldsdals. Endanleg ákvörðun verður tekin þegar kostnaðargreining liggur fyrir.

6.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2021

Málsnúmer 202112056Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2021. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 232,2 kr/m3 húss.
Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.505.808 kr. Skoða uppfærslu á reglum á jöfnun húshitunarkostnaðar
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna jöfnunar.

Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að uppfæra reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar og leggja fyrir ráðið.

7.Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202112006Vakta málsnúmer

Til kynningar; umsókn um heimlögn að Aðalbraut 16, Árskógssandi, nýbygging. Sótt er um tengingar vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu.
Lagt fram til kynningar.

8.Kvartanir vegna lyktarmengunar frá Norðurstöð

Málsnúmer 202112061Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsinga kvartanir sem borist hafa vegna slæmrar lyktar frá fráveitustöðinni við Sjávarbraut og viðbrögð starfsmanna veitna vegna þess.

Upplýst var að búið er að setja í gang rannsókn sem tekur til næstu daga, á ástæðum lyktarmengunarinnar, í samvinnu við iðnfyrirtækin á svæðinu.
Veitu- og hafnaráð tekur ábendingunum alvarlega og felur starfsmönnum veitna að fylgja málinu eftir.
Rúnar Helgi Óskarsson vék af fundi kl. 09:35.

9.Fjárhagsáætlun 2022; Ósk um viðbótarstarfsmann

Málsnúmer 202009066Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar voru til umfjöllunar hjá byggðaráði minnisblöð fyrrverandi og núverandi sviðsstjóra um ósk um viðbótarstarfsmann hjá veitum.

Eftirfarandi var bókað í byggðaráði:
"Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þá var til umfjöllunar minnisblað fyrrverandi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ósk um viðbótar starfsmann hjá veitum. Niðurstaðan var að ekki var unnt að verða við þeirri ósk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, móttekið 24.11.2021, þar sem óskað er eftir viðbótar stöðugildi vegna aukinna verkefna veitna. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda og fá útreikninga hjá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs varðandi kostnað, hvað bætist við og hvaða kostnaður fellur niður á móti. Einnig að kanna hvort mögulega væri hagkvæmara að leysa verkefni með aðkeyptri þjónustu." Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu og farið var yfir útreikninga frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna yfirvinnu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum 100% viðbótarstöðuhlutfall við Framkvæmdasvið vegna veitna Dalvíkurbyggðar og að vísa ofangreindri beiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 með fyrirvara um niðurstöður úr launaáætlun samkvæmt þarfagreiningu veitna."

Á 341. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 14. desember var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og allt að 100% viðbótarstöðuhutfall við Framkvæmdasvið vegna veitna Dalvíkurbyggðar. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir þessu nýja stöðugildi og kostnaði nettó vegna þess.


Einnig til kynningar undir þessum lið launaskipting sviðsstjóra á B-hluta fyrirtækin.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:07.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri