Í bréfi Hafnasambans Íslands, frá 08.06.2021, kemur eftirfarandi fram: "Hafnasambandið er að hefja vinnu við úttekt á nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafnarmannvirkja um land allt. Sumarstarfsmaður sambandsins, Sesselía Dan Róbertsdóttir hagfræðingur, mun annast gagnaöflun og skýrslugerð sem stefnt er á verði tilbúin á haustdögum.
Það er mat Hafnasambandsins að brýnt sé að safna saman á einn stað ítarlegum upplýsingum um almenna viðhaldsþörf hafnarmannvirkja og öllum áformum um framtíðaruppbyggingu næstu ár. Málefni hafna þurfa að fá meiri þunga í almennri umræðu um samgöngumál og um leið skilning stjórnvalda á mikilvægi hafnarþjónustu og öruggum og nútímalegum hafnarmannvirkjum um land allt."