Málsnúmer 202105097Vakta málsnúmer
Með bréf, sem dagsett er 7. maí 2021, „fer ráðuneytið fram á að gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélags verði yfirfarin að nýju með hliðsjón að leiðbeiningum ráðuneytisins. Fer ráðuneytið þess á leit að verða í framhaldinu upplýst um niðurstöðu sveitarfélags hvað varðar forsendur fyrir þeim útreikningum sem gjaldskrá vatnsveitunnar um álagningu vatnsgjalds er byggð á, sbr. 10 gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga. Jafnframt fer ráðuneytið fram á að verða upplýst um langtímaáætlun vatnsveitunnar, sbr. 10 gr. reglugerðar nr. 401/2005.
Telji sveitarfélagið að lokinni yfirferð sinni að ekki sé ástaða til að uppfæra gjaldskrá vatnsveitunnar er farið frá á að sú niðurstaða verði rökstudd í svari til ráðuneytisins.“
Þetta mál er nú til skoðunar hjá Samorku, fyrir hönd allra vatnsveitna landsins.