Með rafpósti sem dagsettur er 28.05.2021, barst erindi frá Samgöngustofu um þá ákvörðun að stofnunin hefur mótað þær kröfur sem skimunarbúnaður fyrir öryggisleit vegna siglingaverndar þarf að uppfylla. Skipta má þessum kröfum í tvo þætti annars vegar í „Kröfur til búnaðar sem notaður er við öryggisleit á einstaklingum og farangri sbr. reglur nr. 550/2004 um fyrirkomulag öryggisleitar hafnaryfirvalda vegna siglingaverndar“ og hins vegar í „Kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði sem notaður er við öryggisleit á einstaklingum og farangri sbr. II viðauka fylgiskjals í reglugerð 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu“.