Byggðaráð

992. fundur 29. júlí 2021 kl. 13:00 - 14:41 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson, aðalmaður boðaði forföll.
Þórhalla Karlsdóttir, varamaður sat fundinn í hans stað.

1.Frá skipulags- og tæknifulltrúa; Landamerki Hrafnsstaða og Böggvisstaða

Málsnúmer 202107021Vakta málsnúmer

Þórhalla vék af fundi kl. 13:02 vegna vanhæfis.
Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 13:02.

Með fundarboði fylgdi minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa frá júlí 2021 vegna hnitsetningar landamerkja jarðanna Hrafnsstaða og Böggvisstaða.
Skipulagsfulltrúi fór yfir málið en rétt landamerki skarast á við suðurmörk fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli.

Helga Íris vék af fundi kl. 13:13.
Byggðaráð samþykkir með tveimur atkvæðum að mörk Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði færð miðað við rétt landamerki og deiliskipulagið auglýst að nýju.
Þórhalla greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.
Þórhalla kom aftur inn á fundinn kl. 13:15.

2.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Könnun á nýframkvæmdum og endurbótum hafnarmannvirkja

Málsnúmer 202106049Vakta málsnúmer

Hafnasamband Íslands hefur óskað eftir ítarlegum upplýsingum um almenna viðhaldsþörf hafnarmannvirkja og öllum áformum um framtíðaruppbyggingu næstu ár.

Á 105. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. júní 2021 fól ráðið sviðsstjóra að senda inn langtímaáætlun Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

Með fundarboði fylgdi samantekt fyrrverandi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs á fjárfestingaþörf næstu ára hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

3.Frá Vegagerðinni; Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Vegna umleitunar Vegagerðarinnar um samstarf við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs til að auka vegsýn og bæta umferðaröryggi þjóðvegarins í gegnum Dalvík.

Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram; ræða við húseigendur Karlsrauðatorgs 6, ræða við næstu nágranna og skoða kostnað við uppkaup, niðurrif, förgun og framkvæmdir þessu tengdu."

Með fundarboði fylgdi verðmat á húseigninni frá Eignaver fasteignasölu. Einnig kynnti sveitarstjóri niðurstöður verðkönnunar vegna niðurrifs húseignarinnar og samtöl við næstu nágranna um verkið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda ekki áfram með málið miðað við þau gögn sem liggja fyrir en í deiliskipulagsvinnunni verði haldið áfram að leita leiða til að auka umferðaröryggi á svæðinu.

4.Frá Sýslumanninum umsagnarbeiðni; Umsókn um rekstrarleyfi - Vellir Svarfaðardal

Málsnúmer 202107044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 15. júlí 2021. Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Hf Vellir ehf. veitingaleyfi-E Kaffihús.

Óskað er eftir að umsögn berist við fyrsta hentugleika eða eigi síðar en 45 dögum eftir móttöku beiðninnar.

Fyrir liggja umsagnir slökkviliðsstjóra án athugasemda og skipulagsfulltrúa f.h. byggingarfulltrúa með fyrirvara um skil á gögnum.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með sama fyrirvara og getið er um í umsögn byggingarfulltrúa.

5.Frá sveitarstjóra; Bilun í djúpdælu á Hamri, þörf á upptekt og viðgerð

Málsnúmer 202107077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra dagsett 26. júlí, vegna bilunar sem varð í djúpdælu Hitaveitunnar að Hamri. Þörf er á upptekt á dælunni og viðgerð. Önnur dæla er tilbúin til niðursetningar.

Heildarkostnaður við upptekt djúpdælu, viðgerð og niðursetningu er um 10 milljónir króna. Einnig liggur fyrir að á næstunni þarf að taka upp dælu á Brimnesborgum, reglulegt viðhald.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í viðgerð djúpdælunnar að Hamri og einnig verði stefnt á að taka upp dæluna að Brimnesborgum. Sveitarstjóra er falið að koma með viðauka vegna þessa á næsta fundi.

6.Frá SSNE; Tillögur sveitarfélaga um fullrúa í samráðsvettvang

Málsnúmer 202106017Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní 2021 var tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 3. júní 2021, þar sem SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetur SSNE sveitarfélögin því til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.

Byggðaráð samþykkti á fundinum að auglýsa á heimasíðunni eftir áhugasömum íbúum sem væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni. Auglýsingin birtist á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þann 11. júní sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, Frey Antonsson, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Þröst Ingvarsson í samráðsvettvanginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

7.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfisráð - 355

Málsnúmer 2107007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður sem ekki þarfnast afgreiðslu
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfisráð - 357

Málsnúmer 2107005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður sem þarfnast ekki afgreiðslu.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 358, frá 12.07.2021.

Málsnúmer 2107002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liðir 1, 3, 4, 5, 7 og 9 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

Helga Íris skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir umræðum um 6. lið kl. 14:00.
Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar Gunnþór, Guðmundur og Þórhalla.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:12.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 359

Málsnúmer 2107003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður sem þarfnast ekki afgreiðslu.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 12.07.2021; Öldugötu 2, Dalvík, ósk um leyfi til að stækka bílastæði og að færa til ljósastaur.

Málsnúmer 202106037Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 7. júní 2021, óskar Benedikt Snær Magnússon eftir leyfi til þess að stækka bílastæði við Öldugötu 2 á Dalvík til austurs og færa til ljósastaur á sinn kostnað. Einnig er óskað eftir leyfi til þess að lagfæra og lækka bakka við lóðarmörk að norðanverðu, meðfram Brimnesá.

Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

13.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 12.07.2021; Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnar á Dalvík.

Málsnúmer 202106113Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Sæból og Framnes norðan Dalvíkur. Um er að ræða 50 m framlengingu á sjóvörn við Sæból og 120 m nýja sjóvörn við Framnes.

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs

14.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 12.07.2021; Ósk um framkvæmdaleyfi vegna reiðstíga

Málsnúmer 202106169Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sævaldi J. Gunnarssyni, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðvegum í Svarfaðardal með akveginum frá enda reiðvegar milli Valla og Brautarhóls og fram að afleggjara að Hofsá. Meðfylgjandi er afstöðumynd af fyrirhuguðum reiðvegi.

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og ítrekar fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni.

15.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 12.07.2021; Snerra - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202106150Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 22. júní 2021 óskar Guðjón Magnússon, fyrir hönd Þrastar Karlssonar, eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Snerru í Svarfaðardal. Meðfylgjandi er uppdráttur af fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu unnin af Guðjóni Magnússyni. Breytingin felst í 1,8 ha stækkun á landi Snerru í kjölfar makaskipta á landi og fjölgun byggingarreita um einn.

Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Snerru í Svarfaðardal verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

16.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 12.07.2021; Umsókn um lóð - Aðalbraut 16

Málsnúmer 202107008Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 2. júlí 2021, óska þau Sigurður Bragi Ólafsson og Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir eftir að fá úthlutaðri lóðinni að Aðalbraut 16 á Árskógssandi.

Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

17.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 12.07.2021; Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8.

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúi fari yfir málið á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 14:41.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri