Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 992. fundi byggðaráðs þann 29. júlí 2021 var tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra dagsett þann 26. júlí, vegna bilunar sem varð í djúpdælu Hitaveitunnar að Hamri. Þörf er á upptekt á dælunni og viðgerð. Einnig liggur fyrir að á næstunni þarf að taka upp dælu á Brimnesborgum, reglulegt viðhald. Byggðaráð samþykkti að farið verði í viðgerð djúpdælunnar að Hamri og einnig verði stefnt á að taka upp dæluna að Brimnesborgum. Sveitarstjóra var falið að koma með viðauka vegna þessa. Með fundarboði fylgdi erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs dagsett þann 1. september 2021, samantekt á fyrirliggjandi kostnaði við upptekt og viðgerð á dælum, sbr. erindi hér að ofan nr. 201202115. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630, viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2021. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."