Veitu- og hafnaráð

106. fundur 20. ágúst 2021 kl. 08:15 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð formaður nýjan sviðsstjóra framkvæmdasviðs, Bjarna Daníelsson, velkominn til starfa og þakkaði Þorsteini Björnssyni samstarfið til margra ára en hann hefur látið af störfum sem sviðsstjóri veitu-og hafnasviðs vegna aldurs.

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi sat fundinn undir liðum 1-5.

1.Fjárhagsáætlun 2022; Flotbryggja við höfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 202106005Vakta málsnúmer

Vísað til veitu- og hafnaráðs frá 989. fundi byggðaráðs þann 24. júní 2021 vegna fjárhagsáætlunar. Erindi frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem sótt er um að fá flotbryggju við höfnina á Árskógssandi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að óska eftir að hafin verði vinna við deiliskipulag Árskógssandshafnar og að í þeirri vinnu verði skoðaðir möguleikar að koma fyrir flotbryggju í samvinnu við Siglingarsvið Vegagerðarinnar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að sótt verði um að koma flotbryggju í Árskógssandshöfn á Samgönguáætlun.

2.Könnun á nýframkvæmdum og endurbótum hafnarmannvirkja

Málsnúmer 202106049Vakta málsnúmer

Á 105. fundi veitu- og hafnarráðs þann 11. júní 2021 fól ráðið sviðsstjóra að senda inn til Hafnarsambandsins langtímaáætlun framkvæmda Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

Fyrrverandi sviðsstjóri tók áætlunina saman og liggur hún fyrir fundinum til afgreiðslu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða meðfylgjandi drög að svari og felur sviðsstjóra að senda svar til Hafnasambandsins.

3.Framkvæmdir 2021

Málsnúmer 202106029Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda hjá Veitum og Höfnum á fjárhagsáætlun ársins 2021 m.v. daginn í dag.

Mörgu er lokið en verk sem eru í gangi eða verður startað á næstu vikum eru:
Hjá Höfnum lagfæringar á bryggjukanti og skvettmúr á Árskógssandi.
Hjá Hitaveitu er að hefjast verk við jarðhitaleit í Skíðadal með borun hitastigulshola. Þá verður unnið áfram á næstu vikum að verkefni um Brimnesárvirkjun og er fyrirhugaður kynningarfundur meðal íbúa um verkefnið um mánaðarmótin.
Hjá Fráveitu er frágangur útræsa á Árskógssandi og Hauganesi í vinnslu.
Framkvæmdaverkefnum Vatnsveitu er lokið.
Lagt fram til kynningar

4.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Vinna við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun er hafin. Á fundinum var farið yfir þau verk sem eru á þriggja ára áætlun og rætt um önnur verkefni sem er fyrirséð að komi til framkvæmda á næstu árum hjá Veitum og Höfnum.
Lagt fram til kynningar.

5.ISPS úttekt á hafnaraðstöðu Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202108044Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Samgöngustofu vegna ISPS úttektar á hafnaraðstöðu í Dalvíkurhöfn sem var unnin af Samgöngustofu þann 30. júlí 2021.
Farið yfir frávik en úrbótum vegna þeirra skal lokið innan þriggja mánaða frá dagsetningu skýrslunnar og skal senda tilkynningu þar um til verndardeildar Samgöngustofu innan sama frests.
Fram kom hjá sviðsstjóra og hafnaverði að búið sé að bregðast við frávikum að hluta en annað er í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og hafnastarfsmönnum að fylgja málinu eftir.

Rúnar og Helga Íris viku af fundi að þessum lið loknum.

6.Umsókn um styrk til fráveituframkvæmda.

Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer

Á 101. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. febrúar 2021 var sviðsstjóra falið að senda inn til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins umsókn um styrk vegna heildarlausna í fráveitumálum í Dalvíkurbyggð. Sendar voru inn þrjár umsóknir vegna framkvæmda ársins 2020 og 2021, ein fyrir hverja höfn.

Allar umsóknirnar voru samþykktar og nemur styrkfjárhæðin 30% af staðfestum heildarkostnaði vegna framkvæmda á árunum 2020 og 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Bilun í djúpdælu á Hamri, þörf á upptekt og viðgerð

Málsnúmer 202107077Vakta málsnúmer

Í lok júlí kom upp bilun í djúpdælu Hitaveitunnar að Hamri og lagði sveitarstjóri fram minnisblað um málið í byggðaráði vegna fyrirséðs kostnaðar við upptekt og viðgerð.

Byggðaráð samþykkti að farið verði í viðgerð djúpdælunnar og einnig verði stefnt á að taka upp dæluna að Brimnesborgum. Sveitarstjóra var falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fundi byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.

8.Norðurdælustöð, bilun í dælu.

Málsnúmer 202108008Vakta málsnúmer

Í byrjun ágúst kom í ljós að ein af þremur dælum í Norðurstöð fráveitu á Dalvík er ónýt. Mikið berst í stöðina af úrgangi sem á ekki heima í holræsakerfum sveitarfélagsins en einnig er líkleg skýring á bilun að dælan er ekki á tíðnibreyti/mjúkræsingu. Kostnaður við viðgerð, m.a. að skipta um dælu og setja upp tíðnibreyti, er áætlaður rúmar tvær milljónir en sviðsstjóri er að vinna að málinu.
Veitu- og hafnaráð telur nauðsynlegt að koma dælunni í lag og felur sviðsstjóra að sækja um viðauka til byggðaráðs vegna viðgerðar á dælunni.

Einnig felur ráðið sviðsstjóra að auglýsa umgengnisreglur um fráveitukerfi sveitarfélagsins meðal íbúa og fyrirtækja.

9.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202108010Vakta málsnúmer

Til umræðu gjaldskár veitna og hafna fyrir fjárhagsárið 2022.

Sveitarstjóri fór yfir þær forsendur fjárhagsáætlunar sem hafa verið til umræðu í byggðaráði vegna vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá SSNE; Samtöl við sveitarfélög

Málsnúmer 202105012Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs með SSNE þann 6. maí 2021 var til kynningar nýuppfærð sóknararáætlun SSNE og vísaði byggðaráð kynningunni til umfjöllunar í fagráðum sveitarfélagsins.

Með fundarboði fylgdi Sóknaráætlunin 2020-2024 ásamt aðgerðaráætlun. Einnig kynnti sveitarstjóri samstarf SSNE, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um starfsstöð á Tröllaskaga en nýr starfsmaður, Anna Lind Björnsdóttir, hefur verið ráðin til starfans og mun verða með viðveru í Dalvíkurbyggð að jafnaði einu sinni í viku.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri