Á 108. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Umræða um leiðréttingu á gjaldskrá hitaveitunnar. Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að leiðrétta 1. mgr. 4. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þannig að greinin hljóði svo: "Heimæðagjald Hitaveitu Dalvíkur skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð: Fyrir hús allt að 400 m³ að utanmáli og heimæð allt að 50 m, kr. 357.245 og á m³ þar yfir, kr. 449 og á m. fram yfir 50 m, kr. 7.818. Ennfremur í 4. mgr. 4. gr. verði vísað í 17. gr. Reglugerðar fyrir Hitaveitu Dalvíkur í stað 19. gr. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."