Veitu- og hafnaráð

108. fundur 08. október 2021 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll og Júlíus Magnússon kom í hennar stað.
Rúnar Óskarsson, starfsmaður veitna, sat fundinn

1.Umsókn um breytingu á heimlögn Ásvegur 10

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Breyting á inntökum.
Lagt fram til kynningar.

2.Vegna umsóknar um heimlögn að Svalbarða

Málsnúmer 202109072Vakta málsnúmer

Komið hefur fram erindi umsækjanda um gjaldskrána og gjald vegna heimæðatengingar hitaveitunnar.
Veitu- og hafnarráð felur sviðssjóra framkvæmdasviðs að fá lögfræðilegt álit á gjaldskránni og framkvæmd gjaldskrár í tilviki umsækjanda. Að fenginni umsögn er sviðsstjóra falið að afgreiða umsóknina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Gjaldskrá leiðrétting

Málsnúmer 202108010Vakta málsnúmer

Umræða um leiðréttingu á gjaldskrá hitaveitunnar.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að leiðrétta 1. mgr. 4. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þannig að greinin hljóði svo: "Heimæðagjald Hitaveitu Dalvíkur skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð:
Fyrir hús allt að 400 m³ að utanmáli og heimæð allt að 50 m, kr. 357.245
og á m³ þar yfir, kr. 449
og á m. fram yfir 50 m, kr. 7.818.
Ennfremur í 4. mgr. 4. gr. verði vísað í 17. gr. Reglugerðar fyrir Hitaveitu Dalvíkur í stað 19. gr.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Til kynningar

5.Hauganeshöfn skemmdir í óveðri

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Þann 27. september, skall á norðan rok sem gaf 15 m ölduhæð utan við Grímsey sem leiddu til þess að alda, stærri en hönnun sagði til um, skall á brimvarnargarði Hauganeshafnar.
Upplýst var um skemmdir á Hauganeshöfn. Unnið verður að úrbótum.

6.Erindi frá íbúum á Árskógssandi

Málsnúmer 202110013Vakta málsnúmer

Til upplýsinga
Vísað er til fyrri bókunar um niðursetningu á flotbryggju. Hvað varðar möguleika á aukinni kyrrð í Árskógssandshöfn þá felur Veitu- og hafnarráð sviðsstjóra að óska eftir kostnaðargreiningu á þeim hugmyndum sem til greina koma hjá siglingasviði vegagerðarinnar.
Sviðssjóra falið að samræma snjómokstur á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs