Veitu- og hafnaráð

107. fundur 24. september 2021 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll.
Enginn varamaður gat mætt í hennar stað.

Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna sat fundinn undir málefnum veitna.

1.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Til upplýsinga staða bókhalds og samanburður við fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar-júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Veitustofnanir Dalvíkurbyggðar - Umsagnir vegna breytinga á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 202108063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulags- og tæknifulltrúa Dalvíkurbyggðar, dagsett 23. ágúst 2021, beiðni um umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingar á Hauganesi.

Meginatriði áformaðra breytinga eru sérstaklega tilgreind í erindinu.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

3.Umsókn um heimlögn, Ægisgata 1, Árskógssandi

Málsnúmer 202109081Vakta málsnúmer

Umsókn um heimlögn á heitu- og köldu vatni sem og fráveitutengingu, nýtt hús á Árskógssandi.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemd við þessa umsókn.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Umsókn um heimlögn heitt vatn Svalbarði, Svarfaðardal

Málsnúmer 202109072Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimlögn á köldu og heitu vatni.
Stofnæðar hitaveitunnar eru aðgengilegar og hægt að verða við þeirri ósk, kostnaður liggur ekki fyrir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjanda um kostnað skv. gjaldskrá hitaveitunnar.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um heimlögn kalt vatn, Svalbarði, Svarfaðardal

Málsnúmer 202109073Vakta málsnúmer

Sótt er um kalt og heitt vatn. Heita vatnið er tiltölulega aðgengilegt en kaldavatnið er hinsvegar í töluvert meiri fjarlægð.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur sviðsstjóra að kanna möguleika á að útvíkka vatnsveituna.

6.Umsókn um heimlögn kalt vatn, Reiðholt, Svarfaðardal

Málsnúmer 202109104Vakta málsnúmer

Kristján Hjartarson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 09:46.

Sótt er um nýja tengingu Reiðholts við kaldavatnsstofninn en þessi framkvæmd tengist umsókn Sörlaskjóls á köldu og heitu vatni í maí 2021.
Sörlaskjól er sumarhús fyrir ofan Reiðholt. Verið er að ganga frá tengingu Sörlaskjóls.
Veitu- hafnaráð samþykkir umsóknina með þremur atkvæðum, Kristján tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

7.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Kristján kom aftur inn á fundinn kl. 09:52.

Farið yfir stöðu á verkefninu Brimnesárvirkjun en rafrænn kynningarfundur var haldinn þann 31. ágúst til upplýsinga fyrir íbúa.

Staðan núna er sú að matskyldufyrirspurn er lokið, fornleifastofnun hefur skoðað fornminjar, rennslismælingar og úrvinnsla rennslisgagna er langt komin og einnig er GPS mælingum lokið að mestu.

Næsta skref er að hefja jarðgrunnsathugun og leggja mat á aðstæður. Samhliða þessu er hugmyndin að senda rennslisgögn til Vatnaskila, sem munu stilla upp vatnafarslíkani af Brimnesá en með hliðsjón af því verður endanlegt mat lagt á virkjað rennsli.

Það er Mannvit sem heldur utan um framgang verkefnisins skv. samningi við Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun.
Lagt fram til kynningar.

9.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202108010Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samantekt sviðsstjóra framkvæmdasviðs og sveitarstjóra á stöðu B-hluta fyrirtækja og mat á gjaldskrárhækkunum m.t.t. eiginfjárstöðu og fjárfestingaáætlunar til lengri tíma.
Veitu- og hafnaráð samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskrám; hafnasjóðs, hitaveitu og fráveitu verði hækkaðar skv. vísitölu um 2,4%. Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Dalvíkurbyggðar verði óbreytt.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands frá 435. fundi þann 4. júní og 436. fundi þann 20. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson sviðsstjóri