Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer
Kristján kom aftur inn á fundinn kl. 09:52.
Farið yfir stöðu á verkefninu Brimnesárvirkjun en rafrænn kynningarfundur var haldinn þann 31. ágúst til upplýsinga fyrir íbúa.
Staðan núna er sú að matskyldufyrirspurn er lokið, fornleifastofnun hefur skoðað fornminjar, rennslismælingar og úrvinnsla rennslisgagna er langt komin og einnig er GPS mælingum lokið að mestu.
Næsta skref er að hefja jarðgrunnsathugun og leggja mat á aðstæður. Samhliða þessu er hugmyndin að senda rennslisgögn til Vatnaskila, sem munu stilla upp vatnafarslíkani af Brimnesá en með hliðsjón af því verður endanlegt mat lagt á virkjað rennsli.
Það er Mannvit sem heldur utan um framgang verkefnisins skv. samningi við Dalvíkurbyggð.
Enginn varamaður gat mætt í hennar stað.
Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna sat fundinn undir málefnum veitna.