Byggðaráð

994. fundur 02. september 2021 kl. 13:00 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá deildarstjóra EF-deildar; Leiga á Böggvisstaðarskála

Málsnúmer 201902134Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl. 13:00.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 samþykkti ráðið samhljóða með 3 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði auglýstur áfram til leigu án skilyrða um að skila inn tilboði fyrir ákveðinn tíma. Tekin verði þá hverju sinni afstaða til tilboðs ef og þegar það berst.

Í kjölfar auglýsingar í ágúst 2021 bárust tvö erindi til deildarstjóra EF-deildar, ósk um leigu.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að rýna nánar í tvö ofangreind erindi um leigu á Böggvisstaðaskála og fá mat á ástandi skálans innan ramma fjárhagsáætlunar Eignasjóðs.
Gunnþór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

2.Frá deildarstjóra EF-deildar; Dalvíkurskóli, endurnýjun á lýsingu

Málsnúmer 202108069Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð kom inn á fundinn að nýju kl. 13:32 og tók við fundarstjórn.

Í byrjun sumars fór byggðaráð í vettvangsferð um húsnæði Dalvíkurskóla með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs, skólastjóra og sveitarstjóra. Ferðin var farin eftir ábendingar kennara, til að taka út ásýnd húsnæðisins og ástand búnaðar og undirbúa þannig mat á þörf til búnaðarkaupa á fjárhagsáætlun næstu ára.

Byggðaráð samþykkti að fela deildarstjóra EF-deildar að fá úttekt fagaðila á lýsingu í skólahúsnæðinu og að gerð verði áætlun um LED væðingu í öllum skólanum.

Með fundarboði fylgdi úttekt Raftákns á núverandi lýsingu í skólanum og mat á kostnaði við að endurnýja lýsingu með LED væðingu.

Steinþór vék af fundi kl. 13:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar að óska eftir tilboði frá Raftákni í hönnun og gerð útboðslýsingar ef farið yrði í endurnýjun á lýsingu í Dalvíkurskóla.

3.Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna Hitaveitu Dalvíkur 2021, aukin vatnsnotkun.

Málsnúmer 202102115Vakta málsnúmer

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra, dagsett þann 16. febrúar 2021, þar sem farið er yfir áætlanir um viðhald og endurnýjun á dælum Hitaveitu Dalvíkur og reynslutölur varðandi vatnsnotkun. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð varðandi ofangreint."
Lagt fram til kynningar, sjá erindi hér á eftir nr. 202107077.

4.Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, ósk um viðauka vegna bilunar í djúpdælu á Hamri.

Málsnúmer 202107077Vakta málsnúmer

Á 992. fundi byggðaráðs þann 29. júlí 2021 var tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra dagsett 26. júlí, vegna bilunar sem varð í djúpdælu Hitaveitunnar að Hamri. Þörf er á upptekt á dælunni og viðgerð. Einnig liggur fyrir að á næstunni þarf að taka upp dælu á Brimnesborgum, reglulegt viðhald.

Byggðaráð samþykkti að farið verði í viðgerð djúpdælunnar að Hamri og einnig verði stefnt á að taka upp dæluna að Brimnesborgum. Sveitarstjóra var falið að koma með viðauka vegna þessa.

Með fundarboði fylgdi erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs dagsett þann 1. september 2021, samantekt á fyrirliggjandi kostnaði við upptekt og viðgerð á dælum, sbr. erindi hér að ofan nr. 201202115.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630, viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2021. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Vegna Skólaaksturs í MTR; ósk um viðauka.

Málsnúmer 202010086Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var til umfjöllunar skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga og samþykkti byggðaráð tillögur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 23. ágúst sl. þar sem óskað er eftir viðauka vegna skólaaksturs í Menntaskólann á Tröllaskaga. Skv. lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sjá um akstur í framhaldsskóla fyrir nemendur með skilgreinda fötlun.

Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka 02 og 04 þannig:
Hækkun á lið 02540-4112 hópferðabifreiðar kr. 827.800 þannig að hann verði kr. 2.827.000.
Lækkun á lið 04290-4341 þjónustusamningar án vsk, um sömu upphæð þannig að hann verði kr. 824.200.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 827.800 þannig að liður 02540-4112 hækki um kr. 827.800 og liður 04290-4341 lækki í kr. 824.200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá Félagi eldri borgara; Ósk um styrk vegna lagfæringar á svelg á bílaplani við Mímisbrunn.

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Helgu Mattínu Björnsdóttur, formanni Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, dagsett 24. ágúst 2021. Óskað er eftir styrk vegna lagfæringa á niðurfalli á bílaplani við hús félagsins að Mímisbrunni. Að mati félagsins er mikilvægt að ljúka viðgerð fyrir vetrarbyrjun. Áætlaður kostnaður er kr. 150.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk til félagsins, á móti reikningi, að hámarki kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145.
Byggðaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að finna svigrúm innan heimilda í málaflokki 02 á móti ofangreindum styrk.

7.Kvörtun til Heilbrigðiseftirlitsins vegna hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202008029Vakta málsnúmer


Sveitarstjóri gerði grein fyrir rafpósti frá Kristjáni Vigfússyni, dagsettur 30. ágúst 2021, þar sem hann kvartar yfir ólykt í bænum í sumar vegna hausaþurrkunar Samherja. Í rafpóstinum er því velt upp hvað Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ætlar að gera í þessu málum.
Lagt fram tilkynningar.

8.Frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses; Beiðni um skuldbreytingu

Málsnúmer 202108061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi.

9.Motus - endunýjun á samningi

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög við Motus um innheimtuþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi eftir yfirferð innheimtumála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022-2025, drög

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022-2025 ásamt fylgigögnum; áhættugreining og yfirlit yfir íbúaþróun.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindum gögnum.

b) Umræðupunktar fyrir fagráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að umræðupunktum fyrir fagráð sem er búið að senda á formenn byggðaráðs og fagráða og starfsmenn fagráða. Um er að ræða vinnugögn fyrir fagráðin í tengslum við umfjöllun um tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um umfjöllun í framkvæmdastjórn og tilganginn að baki umræðupunktanna.

c) Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2021.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu.

d) Tillaga að fjárhagsramma 2022, drög #2

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillaga #2 að fjárhagsramma fyrir árið 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir forsendum að baki og yfirliti yfir launaáætlun 2022 og stöðugildi samkvæmt þarfagreiningu stjórnenda.

a) Drögin lögð fram til kynningar.
b) Umræðupunktar, vinnuskjal, lagt fram til kynningar.
c) Drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 lagt fram til kynningar.
d) Tillaga #2 að fjárhagsramma 2022 lagt fram til kynningar.

11.Kjörstaður og fjöldi kjördeilda vegna kosninga til Alþingis 2021

Málsnúmer 202108080Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar fjöldi kjörstaða og kjördeilda vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kjördeild í Dalvíkurbyggð verði áfram ein og kjörstaður verði í Dalvíkurskóla líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

12.Vinnuhópur um Gamla skóla og Friðlandsstofu

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð 4. fundar vinnuhópsins frá 30. ágúst 2021 um Gamla skóla og Friðlandsstofu og samningur um styrk í gegnum SSNE um sértæk verkefni sóknaráætlunar sem var undirritaður þann 31. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð nefndarinnar frá 24. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2021

Málsnúmer 202108043Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 58. fundi þann 23. júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fréttabréf SSNE fyrir ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 27. ágúst sl. á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs