Gunnþór Eyfjörð kom inn á fundinn að nýju kl. 13:32 og tók við fundarstjórn.
Í byrjun sumars fór byggðaráð í vettvangsferð um húsnæði Dalvíkurskóla með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs, skólastjóra og sveitarstjóra. Ferðin var farin eftir ábendingar kennara, til að taka út ásýnd húsnæðisins og ástand búnaðar og undirbúa þannig mat á þörf til búnaðarkaupa á fjárhagsáætlun næstu ára.
Byggðaráð samþykkti að fela deildarstjóra EF-deildar að fá úttekt fagaðila á lýsingu í skólahúsnæðinu og að gerð verði áætlun um LED væðingu í öllum skólanum.
Með fundarboði fylgdi úttekt Raftákns á núverandi lýsingu í skólanum og mat á kostnaði við að endurnýja lýsingu með LED væðingu.
Steinþór vék af fundi kl. 13:48.