Byggðaráð

1002. fundur 21. október 2021 kl. 13:00 - 16:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Viðaukabeiðni 2021 - Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda. - Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir. - Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir. - Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggi fyrir byggðaráð á næsta fundi viðaukabeiðni í samræmi við tillöguna."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.991.400 við deild 06800 og lið 9145 vegna ofangreinds. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 5.991.400 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðaukabeiðni 2021 vegna uppfærslu á lífeyrisskuldbindingu

Málsnúmer 202110040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl., þar sem lagt er til hækkun á áætlun vegna uppfærslu lífeyrisskuldbindinga að upphæð kr. 12.223.000 þannig að áætlun ársins verði kr. 64.644.000 á lið 21600-1112. Um er að ræða reiknaða stærð þannig að hún hefur ekki áhrif á sjóðstreymi en hefur áhrif á rekstur og efnahag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka að upphæð kr. 12.223.000, viðauki nr. 23 við fjárhagsáætlun 2021 á lið 22600-1112 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðaukabeiðni vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði 2021

Málsnúmer 202110041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl, þar sem lagt er til að áætlun vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði 2021 verði hækkuð um kr. -38.398.575 í samræmi við nýjustu áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lagt er til að deild 00100 hækki samtals um ofangreinda fjárhæð, skipt niður á einstök framlög í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Viðaukinn kæmi til hækkunar á handbæru fé sem nemur sömu upphæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2021, nr. 24, að upphæð kr. -38.398.575 á deild 00100 og að hann komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka vegna aukningar á starfshlutfalli í skammtímavistun Lokastíg 3

Málsnúmer 202109125Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - september 2021

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi yfirlit og skýrslur vegna samanburðar á bókhaldi janúar - september 2021 vs. gildandi áætlun.

Stöðugildi janúar - september í samanburði við launaáætlun.
Rekstraryfirlit málaflokka janúar - september.
Rekstraryfirlit per deild janúar - september.
Yfirlit yfir stöðu bókhalds janúar - september per deild annars vegar í samanburði við áætlun janúar - september og hins vegar í samanburði við áætlun janúar - desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Framkvæmdasviði; Dalvíkurskóli; endurnýjun á lýsingu

Málsnúmer 202108069Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Í byrjun sumars fór byggðaráð í vettvangsferð um húsnæði Dalvíkurskóla með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs, skólastjóra og sveitarstjóra. Ferðin var farin eftir ábendingar kennara, til að taka út ásýnd húsnæðisins og ástand búnaðar og undirbúa þannig mat á þörf til búnaðarkaupa á fjárhagsáætlun næstu ára. Byggðaráð samþykkti að fela deildarstjóra EF-deildar að fá úttekt fagaðila á lýsingu í skólahúsnæðinu og að gerð verði áætlun um LED væðingu í öllum skólanum. Með fundarboði fylgdi úttekt Raftákns á núverandi lýsingu í skólanum og mat á kostnaði við að endurnýja lýsingu með LED væðingu. Steinþór vék af fundi kl. 13:48. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar að óska eftir tilboði frá Raftákni í hönnun og gerð útboðslýsingar ef farið yrði í endurnýjun á lýsingu í Dalvíkurskóla."

Í tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022-2025 er gert ráð fyrir ofangreindri framkvæmd og að henni verði áfangaskipt niður á árin 2022 og 2023.
Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2022-2025.

7.Frá UT-teymi; Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022- kostnaðaráætlun verkefna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. október sl. er varðar þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Samstarfið er fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi frá þátttökusveitarfélögunum sem rennur fyrst og fremst til að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga og hins vegar með framlögum til að standa straum af þróun og kaupum á lausnum. Nú liggur fyrir áætlun um slík starfræn verkefni ársins 2022 á grundvelli forkönnunar meðal sveitarfélaga. Tilgangur þessa bréf er að kynna þessa áætlun fyrir sveitarfélögum, leita eftir þátttöku þeirra í þeim, sem og benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022. Leitað er eftir því að sveitarfélög skrái sig til þátttöku í verkefnum fyrir 1. nóvember nk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til UT-teymis Dalvíkurbyggðar og óskar jafnframt eftir að teymið leggi fram tillögu um þátttöku í þeim verkefnum sem tilgreind eru."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá UT-teymi sveitarfélagsins, dagsett þann 20. október sl., þar sem fram kemur að UT-teymið leggur til að Dalvíkurbyggð verði aðili að öllum þeim lausnum sem þróaðar verða á næsta ári. Kostnaður við það er áætlaður kr. 1.313.665. Inni í þeirri tölu er kr. 446.806 fast gjald sem Dalvíkurbyggð hefur þegar samþykkt að leggja til verkefnisins Stafræn umbreyting sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar kr. 866.859 til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2022 á lið 21400-4338.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; samantekt og lokaákvarðarnir

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar yfirferð byggðaráðs á tillögum stjórnenda og fagráða að starfsáætlunum, fjárhagsáætlun, launa- og stöðugildisáætlun, búnaðarkaupum, viðhaldsáætlun og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

Á fundinum var unnið að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.
Farið var yfir stöðu vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma á hverja deild.
Endurnýjunaráætlun bifreiða.

Eftirfarandi minnisblöð innanhúss voru tekin til umfjöllunar og tillögum vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2022-2025:
Rekstur Félagslegra íbúða.
Fjárhagsupplýsingar á vef og mælaborð.
Starfræn sveitarfélög og verkefni 2022.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri umfjöllun til starfs- og fjárhagsáætlunar 2022-2025.

9.Frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses; Beiðni um skuldbreytingu

Málsnúmer 202108061Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að lánasamningi um ofangreinda skuldbreytingu við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses ásamt greiðsluáætlun. Gert er ráð fyrir að lánakjör séu í samræmi við þau lánakjör sem standa Dalvíkurbyggð til boða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að lánasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, stuðningsverkefni

Málsnúmer 202109116Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 18. október sl. þar sem fram kemur að Framkvæmdastjórn hefur ekki náð að fjalla um ofangreint. Fram kemur að sveitarstjóri og skipulags- og tæknifulltrúi hafa setið í samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál. En þar sem það á alveg eftir að móta með hvaða hætti sveitarstjórn ætlar að innleiða heimsmarkmiðin og hvaða aðgerðir Dalvíkurbyggð ætlar leggja áherslu á í framhaldinu þá er lagt til að Dalvíkurbyggð skrái sig ekki fyrir þátttöku í ofangreindu verkefni heldur verði tekið til nánari skoðunar á árinu 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn.

11.Frá SSNE; Fréttabréf

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE fyrir september.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá starfs- og kjaranefnd; Fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 5. október sl. og 12. október sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá BHS ehf.; Hluthafafundur

Málsnúmer 202110053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá BHS ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar að Fossbrún 2, fimmtudaginn 28. október nk kl. 17:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Jón Ingi Sveinsson sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð fyrir hönd þess.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs