Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer
Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. október sl. er varðar þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Samstarfið er fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi frá þátttökusveitarfélögunum sem rennur fyrst og fremst til að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga og hins vegar með framlögum til að standa straum af þróun og kaupum á lausnum. Nú liggur fyrir áætlun um slík starfræn verkefni ársins 2022 á grundvelli forkönnunar meðal sveitarfélaga. Tilgangur þessa bréf er að kynna þessa áætlun fyrir sveitarfélögum, leita eftir þátttöku þeirra í þeim, sem og benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022. Leitað er eftir því að sveitarfélög skrái sig til þátttöku í verkefnum fyrir 1. nóvember nk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til UT-teymis Dalvíkurbyggðar og óskar jafnframt eftir að teymið leggi fram tillögu um þátttöku í þeim verkefnum sem tilgreind eru."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá UT-teymi sveitarfélagsins, dagsett þann 20. október sl., þar sem fram kemur að UT-teymið leggur til að Dalvíkurbyggð verði aðili að öllum þeim lausnum sem þróaðar verða á næsta ári. Kostnaður við það er áætlaður kr. 1.313.665. Inni í þeirri tölu er kr. 446.806 fast gjald sem Dalvíkurbyggð hefur þegar samþykkt að leggja til verkefnisins Stafræn umbreyting sveitarfélaga.