Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl., þar sem lagt er til hækkun á áætlun vegna uppfærslu lífeyrisskuldbindinga að upphæð kr. 12.223.000 þannig að áætlun ársins verði kr. 64.644.000 á lið 21600-1112. Um er að ræða reiknaða stærð þannig að hún hefur ekki áhrif á sjóðstreymi en hefur áhrif á rekstur og efnahag. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka að upphæð kr. 12.223.000, viðauki nr. 23 við fjárhagsáætlun 2021 á lið 22600-1112 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."