Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda.