Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, stuðningsverkefni

Málsnúmer 202109116

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn.

Byggðaráð - 1002. fundur - 21.10.2021

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 18. október sl. þar sem fram kemur að Framkvæmdastjórn hefur ekki náð að fjalla um ofangreint. Fram kemur að sveitarstjóri og skipulags- og tæknifulltrúi hafa setið í samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál. En þar sem það á alveg eftir að móta með hvaða hætti sveitarstjórn ætlar að innleiða heimsmarkmiðin og hvaða aðgerðir Dalvíkurbyggð ætlar leggja áherslu á í framhaldinu þá er lagt til að Dalvíkurbyggð skrái sig ekki fyrir þátttöku í ofangreindu verkefni heldur verði tekið til nánari skoðunar á árinu 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 18. október sl. þar sem fram kemur að Framkvæmdastjórn hefur ekki náð að fjalla um ofangreint. Fram kemur að sveitarstjóri og skipulags- og tæknifulltrúi hafa setið í samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál. En þar sem það á alveg eftir að móta með hvaða hætti sveitarstjórn ætlar að innleiða heimsmarkmiðin og hvaða aðgerðir Dalvíkurbyggð ætlar leggja áherslu á í framhaldinu þá er lagt til að Dalvíkurbyggð skrái sig ekki fyrir þátttöku í ofangreindu verkefni heldur verði tekið til nánari skoðunar á árinu 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn."
.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð skrái sig ekki fyrir þátttöku í verkefninu heldur verði tekið til nánari skoðunar á árinu 2022.