Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; samantekt og lokaákvarðarnir

Málsnúmer 202105027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
b) Byrjun á umræðu, hugmyndir að verkefnum, áherslum, forgangsröðun og stefnu vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2022-2025.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Umræðu verður áframhaldið á næstu fundum byggðaráðs.

Byggðaráð - 986. fundur - 27.05.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var samþykkt að halda áfram umræðum um verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefnu í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 987. fundur - 03.06.2021

Til umræðu verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Með fundarboði fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025,
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 og helstu forsendur þar að baki.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að fjárhagsramma í samræmi við tímaramma fjárhagsáætlunar.

Byggðaráð - 991. fundur - 08.07.2021

Á 989. fundi byggðaráðs þann 24.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 og helstu forsendur þar að baki. Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að fjárhagsramma í samræmi við tímaramma fjárhagsáætlunar."

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar þá skal byggðaráð ræða um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu á tímabilinu 20. maí og til og með 23. september nk. Einnig að fjalla um frá 3. júní og til og með 23. septebmer nk. tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi gögn:
Greidd staðgreiðsla janúar - júní 2021 í samanburði við önnur sveitarfélög.
Fjöldi íbúa sveitarfélaga per stöðugildi.
Kostnaður við rekstur leik- og grunnskóla í samanburði við önnur sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rafpóstur dagsettur þann 17. ágúst sl. ásamt minnisblaði þar sem farið er yfir helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025.

b) Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí sl. var áfram til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu. Einnig umræður um verklag, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar undirbúning og vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022-2025, drög

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022-2025 ásamt fylgigögnum; áhættugreining og yfirlit yfir íbúaþróun.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindum gögnum.

b) Umræðupunktar fyrir fagráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að umræðupunktum fyrir fagráð sem er búið að senda á formenn byggðaráðs og fagráða og starfsmenn fagráða. Um er að ræða vinnugögn fyrir fagráðin í tengslum við umfjöllun um tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um umfjöllun í framkvæmdastjórn og tilganginn að baki umræðupunktanna.

c) Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2021.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu.

d) Tillaga að fjárhagsramma 2022, drög #2

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillaga #2 að fjárhagsramma fyrir árið 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir forsendum að baki og yfirliti yfir launaáætlun 2022 og stöðugildi samkvæmt þarfagreiningu stjórnenda.

a) Drögin lögð fram til kynningar.
b) Umræðupunktar, vinnuskjal, lagt fram til kynningar.
c) Drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 lagt fram til kynningar.
d) Tillaga #2 að fjárhagsramma 2022 lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 995. fundur - 09.09.2021

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022 og fylgigögn.

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs fór yfir forsendur með fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirliti yfir íbúaþróun og áhættugreiningu. Kynntar voru sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir stöðu innri viðskipta á milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og B-hluta fyrirtækjanna.

b) Tillaga að fjárhagsramma 2022.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að fjárhagsramma vegna 2022 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir launaáætlun 2022 og yfirlit áætlaðra stöðugilda 2022 út frá þarfagreiningu stjórnenda.


c) Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2021.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðsta fundi þar sem búið er að bæta við viðaukum 17 og 18.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir og/eða breytingar verða á. Áhættugreiningin verður unnin áfram í byggðaráði samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 og vísar honum til umfjöllunnar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022 og fylgigögn. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir forsendur með fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirliti yfir íbúaþróun og áhættugreiningu. Kynntar voru sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir stöðu innri viðskipta á milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og B-hluta fyrirtækjanna.
b) Tillaga að fjárhagsramma 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að fjárhagsramma vegna 2022 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir launaáætlun 2022 og yfirlit áætlaðra stöðugilda 2022 út frá þarfagreiningu stjórnenda.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir og/eða breytingar verða á. Áhættugreiningin verður unnin áfram í byggðaráði samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 og vísar honum til umfjöllunnar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að forsendum og fjárhagsramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að starfsáætlunum frá fjármála- og stjórnsýslusviði, fræðslu- og menningarsviði, félagsmálasviði og Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að aukafundur byggðaráðs verði nk. þriðjudag kl. 15:00 þar sem byrjað verði á yfirferð með sviðsstjórum.

Byggðaráð - 998. fundur - 05.10.2021

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasvið.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálsviðs, kl. 15:07.
Eyrún fór yfir og kynnti tillögur félagsmálasviðs, málaflokkur 02 - félagsþjónusta, vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.

Eyrún vék af fundi kl. 16:01.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:06.
Gísli fór yfir og kynnti tillögur fræðslu- og menningarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
Málaflokkur 04; fræðslu- og uppeldismál.
Málaflokkur 05; menningarmál.
Málaflokkur 06, nema vinnuskóli; íþrótta- og æskulýðsmál.

b.1. Tillögur að rekstrar- og framkvæmdastyrkjum til íþróttafélaga.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 17:05.
Gísli Rúnar og Gísli kynntu tillögur að styrkjum til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna rekstrar og framkvæmda á árunum 2022-2025.

Gísli og Gísli Rúnar véku af fundi kl. 18:00.


c) Samantekt byggðaráðs vegna liða a) og b) hér að ofan.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi og meðfylgjandi vinnugögn:
Yfirlit yfir stöðugildi per deild frá 2017-2022.
Yfirlit yfir áætlaðan launakostnað 2022 í samanburði við fyrri ár.
Yfirlit yfir fjárhagsramma 2022 í samanburði við tillögur fagsviða.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 65. fundur - 06.10.2021

Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á deild 13 og 21.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 999. fundur - 13.10.2021

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun frá framkvæmdasviði; Heilbrigðismál, Vinnuskóli, málaflokkar 07,08,09,10,11,13 v. landbúnaðarmála, 31,41,43,47,73,
Starfsáætlun; rammi vinnubóka, framkvæmdaáætlun.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs, Bjarni Daníel Bjarnason, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kl. 16:00.
Helga Íris og Bjarni Daníel fóru yfir tillögur Framkvæmdasviðs að starfsáætlun.

Helga Íris vék af fundi kl. 16:45.

Katrín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 16:50.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun frá framkvæmdasviði;
Eignasjóður, viðhaldsáætlun og framkvæmdir veitu og hafna.
Eigna- og framkvæmdadeild.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 17:00.

Steinþór og Bjarni Daníel fóru yfir tillögur Framkvæmdasviðs að viðhaldi og framkvæmdum Eignasjóðs.

Steinþór vék af fundi kl. 18:30.

Á fundinum var farið yfir niðurstöður vinnubóka vegna framkvæmdasviðs vs. úthlutaðan fjárhagsramma.

Bjarni Daníel fór yfir tillögur Framkvæmdasviðs að framkvæmdum veitna og hafna 2022-2025.

Bjarni vék af fundi kl. 19:30.


c) Samantekt dagsins.

Byggðaráð fór yfir næstu skref.

Byggðaráð - 1000. fundur - 14.10.2021

a) Fjármála- og stjórnsýslusvið; tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 00, deild 03 heilbrigðismál, 13 að hluta er varðar atvinnumál, málaflokk 21, málaflokk 22, málaflokk 28, málaflokk 57.

b) Beiðnir um búnaðarkaup 2022 - heildaryfirlit.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt á beiðnum stjórnenda vegna búnaðarkaupa 2022.

c) Samantekt.

Á fundinum var farið yfir samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir niðurstöður vinnubóka 2022 fyrir alla málaflokka í samstæðu sveitarfélagsins.
Rætt um næstu skref.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1001. fundur - 20.10.2021

a) Framkvæmdasvið; tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025 #2

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:00.

Bjarni Daníel og Steinþór kynntu tillögur #2 að starfsáætlun, fjárfestingum og framkvæmdum og viðhaldi Eignasjóðs.

Bjarni Daníel og Steinþór viku af fundi kl. 16:12.

b) Samantekt dagsins.

Farið yfir tillögur Framkvæmdasviðs og hvað er útafstandandi heilt yfir.

Byggðaráð - 1002. fundur - 21.10.2021

Til umfjöllunar yfirferð byggðaráðs á tillögum stjórnenda og fagráða að starfsáætlunum, fjárhagsáætlun, launa- og stöðugildisáætlun, búnaðarkaupum, viðhaldsáætlun og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

Á fundinum var unnið að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.
Farið var yfir stöðu vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma á hverja deild.
Endurnýjunaráætlun bifreiða.

Eftirfarandi minnisblöð innanhúss voru tekin til umfjöllunar og tillögum vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2022-2025:
Rekstur Félagslegra íbúða.
Fjárhagsupplýsingar á vef og mælaborð.
Starfræn sveitarfélög og verkefni 2022.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri umfjöllun til starfs- og fjárhagsáætlunar 2022-2025.

Byggðaráð - 1003. fundur - 28.10.2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs lagði fram og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 í fjárhagsáætlunarlíkani.

Einnig meðfylgjandi undirgögn/ vinnugögn:
Starfsáætlanir frá fagsviðum.
Samanburður á niðurstöðum deilda úr NAV á milli áranna 2021 og 2022.
Tillögur að fjárfestingum og framkvæmdum - heildaryfirlit fyrir árin 2022-2025..
Búnaðarkaupabeiðnir 2022 - heildaryfirlit.
Rökstuðningur frá Framkvæmdasviði vegna búnaðarkaupabeiðna.
Tillögur að viðhaldi Eignasjóðs 2022.
Yfirlit yfir áætlaðan launakostnað per deild 2022 og stöðugildi.
Samantekt og tillaga að endurnýjunaráætlun vinnuhóps vegna bifreiðakaupa.
Minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi byggðaráðs (tékklisti).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs lagði fram og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 í fjárhagsáætlunarlíkani. Einnig meðfylgjandi undirgögn/ vinnugögn: Starfsáætlanir frá fagsviðum. Samanburður á niðurstöðum deilda úr NAV á milli áranna 2021 og 2022. Tillögur að fjárfestingum og framkvæmdum - heildaryfirlit fyrir árin 2022-2025. Búnaðarkaupabeiðnir 2022 - heildaryfirlit. Rökstuðningur frá Framkvæmdasviði vegna búnaðarkaupabeiðna. Tillögur að viðhaldi Eignasjóðs 2022. Yfirlit yfir áætlaðan launakostnað per deild 2022 og stöðugildi. Samantekt og tillaga að endurnýjunaráætlun vinnuhóps vegna bifreiðakaupa. Minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi byggðaráðs (tékklisti).Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengill sveitarstjóra, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 -2025.
Guðmundur St. Jónsson.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Felix Rafn Felixson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til umfjöllunar í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 tekið til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025. Samþykkt var samhljóða að vísa áætlunni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til umræðu almennt.

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir óskir byggðaráðs til stjórnenda um að finna hagræðingu í rekstri samkvæmt umræðu í byggðaráði.

Byggðaráð - 1005. fundur - 11.11.2021

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 tekið til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025. Samþykkt var samhljóða að vísa áætlunni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Til umræðu almennt. Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:56. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir óskir byggðaráðs til stjórnenda um að finna hagræðingu í rekstri samkvæmt umræðu í byggðaráði."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umræðum og miðlun upplýsinga til sviðsstjóra og stjórnenda vegna ofangreindra óska byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar skili inn tillögum að hagræðingu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember nk.

Byggðaráð - 1006. fundur - 18.11.2021

Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 tekið til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025. Samþykkt var samhljóða að vísa áætlunni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Til umræðu almennt. Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:56. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir óskir byggðaráðs til stjórnenda um að finna hagræðingu í rekstri samkvæmt umræðu í byggðaráði." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umræðum og miðlun upplýsinga til sviðsstjóra og stjórnenda vegna ofangreindra óska byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar skili inn tillögum að hagræðingu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagsviða að hagræðingu í fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.
Áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að óska eftir upplýsingum frá fræðslu- og menningarsviði varðandi um nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu.

Byggðaráð - 1007. fundur - 25.11.2021

a) Umbeðnar upplýsingar frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasta fundi.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Til umræðu upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði varðandi nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu.

Gísli vék af fundi kl. 13:49.

b) Tillögur vegna hagræðingar í rekstri og fjárfestingum.

Áframhaldandi yfirferð og umræður um tillögur um hagræðingar í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.

c) Annað sem út af stendur.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Farið yfir tillögur stjórnenda um hagræðingu í rekstri og fjárfestingum og þær afgreiddar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
c) Rætt um nokkuð mál til skoðunar á milli funda sem er vísað til sveitarstjóra.

Byggðaráð - 1008. fundur - 02.12.2021

Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Umbeðnar upplýsingar frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasta fundi. Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Til umræðu upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði varðandi nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu. Gísli vék af fundi kl. 13:49. b) Tillögur vegna hagræðingar í rekstri og fjárfestingum. Áframhaldandi yfirferð og umræður um tillögur um hagræðingar í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025. c) Annað sem út af stendur. a) Lagt fram til kynningar. b) Farið yfir tillögur stjórnenda um hagræðingu í rekstri og fjárfestingum og þær afgreiddar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025. c) Rætt um nokkur mál til skoðunar á milli funda sem er vísað til sveitarstjóra."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi vinnugögn:
a) Málaflokkayfirlit 2022-2025 með þeim breytingatillögum sem liggja fyrir.
b) Samantekt á hagræðingatillögum stjórnenda og byggðaráðs; tekjur, gjöld og fjárfestingar.
c) Minnisblað yfir þær breytingatillögur sem liggja fyrir og/eða eru í vinnslu.
d) Þjóðhagsspá í nóvember og uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
e) Gögn vegna útreikninga á skiptingu milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar á framlagi úr Jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum breytingatillögum til gerðar fjárhagsáætlunar þannig að þær verði teknar inn í fjárhagsáætlunarlíkan vegna fjárhagsáætlunar 2022-2025.

Byggðaráð - 1009. fundur - 09.12.2021

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til umfjöllunar. Sveitarstjórn samþykkti að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært fjárhagsáætlunarlíkan með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna í byggðaráði, m.a. samkvæmt tillögum stjórnenda og byggðaráðs að hagræðingu í rekstri og framkvæmdum.

Einnig fylgdu með eftirtalin vinnugögn;
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025.
Yfirlit yfir búnaðarkaup 2022.
Yyfirlit yfir viðhald Eignasjóðs 2022.
Launaáætlunar yfirlit með samanburði á milli 2021 og 2022.
Yfirlit yfir stöðugildi með samanburði á milli 2021 og 2022.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna Þjóðhagsspár í nóvember.
Þjóðahagsspá í nóvember 2021.
Starfsáætlanir fagsviða.

SViðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á líkaninu á milli umræðna samkvæmt umfjöllun byggðaráðs.
Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 4,5 m.kr. í styrk til Menningarfélagsins Bergs ses í stað 3,5 m.kr. þar sem rekstur og stjórnun félagsins á að fara í fyrra horf um áramót.
Áætlun launa þar sem ekki liggja fyrir kjarasamningar frá áramótum taka mið af áætlaðri launavísitölu samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2021.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gangurinn á 2. hæð að vestan í Ráðhúsi Dalvíkur verði auglýstur til sölu í heild sinni.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna. Áætlunin var til umfjöllunar á 6 fundum í byggðaráði á milli umræðna.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætluninni:

Samstæða A- og B- hluti - rekstrarniðurstaða:
Árið 2022; jákvæð um kr. 8.165.000.
Árið 2023; neikvæð um kr. -7.228.000.
Árið 2024; neikvæð um kr. -11.478.000.
Árið 2025; neikvæð um kr. -18.031.000.

Samstæða A- og B- hluti - fjárfestingar og framkvæmdir:
Árið 2022; kr. 311.595.000
Árið 2023; kr. 306.130.000.
Árið 2024; kr. 213.440.000.
Árið 2025; kr. 176.200.000.

Samstæða A- og B- hluti - lántökur:
Árið 2022; kr. 175.000.000.
Árið 2023; kr. 145.000.000.
Árið 2024; kr. 25.000.000.
Árið 2025; kr. 0.

Samstæða A- og B- hluti; veltufé frá rekstri.
Árið 2022; kr. 278.122.000.
Árið 2023; kr. 277.593.000.
Árið 2024; kr. 278.215.000.
Árið 2025; kr. 279.716.000.


Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs árið 2022 er neikvæð um kr. -91.721.000 og fyrir A-hluta árið 2022 er hún neikvæð um kr. -9.068.000.

Einnig tóku til máls:
Þórhalla Karlsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 eins og hún liggur fyrir.