Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer
Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Umbeðnar upplýsingar frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasta fundi. Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Til umræðu upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði varðandi nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu. Gísli vék af fundi kl. 13:49. b) Tillögur vegna hagræðingar í rekstri og fjárfestingum. Áframhaldandi yfirferð og umræður um tillögur um hagræðingar í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025. c) Annað sem út af stendur. a) Lagt fram til kynningar. b) Farið yfir tillögur stjórnenda um hagræðingu í rekstri og fjárfestingum og þær afgreiddar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025. c) Rætt um nokkur mál til skoðunar á milli funda sem er vísað til sveitarstjóra."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi vinnugögn:
a) Málaflokkayfirlit 2022-2025 með þeim breytingatillögum sem liggja fyrir.
b) Samantekt á hagræðingatillögum stjórnenda og byggðaráðs; tekjur, gjöld og fjárfestingar.
c) Minnisblað yfir þær breytingatillögur sem liggja fyrir og/eða eru í vinnslu.
d) Þjóðhagsspá í nóvember og uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
e) Gögn vegna útreikninga á skiptingu milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar á framlagi úr Jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðra.