Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. nóvember 2021, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að samningi sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu. Samningur þessi leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélögin undanfarin ár vegna þjónustu sinnar.
Einnig fylgja samningar sem þessi samningsdrög byggja á, annars vegar samningu SSNE og SSNV við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun og starfsemi áfangastaðastofu og hins vegar þjónustusamningur SSNE við Markaðsstofu Norðurlands sem annast mun hlutverk áfangastaðastofu.
Miðað við íbúafjölda í Dalvíkurbyggð um þessar mundir þá væri kostnaður sveitarfélagsins kr. 924.500.
Gildistími samningsins er frá 1.1.2022 til og með 31.12.2023. Gjald fyrir þjónustu áfangastaðastofu miðað við íbúafjölda sveitarfélaga og er kr. 500 á hvern íbúa á ári m.v. íbúafjölda 1.desember árið á undan.