Byggðaráð

1007. fundur 25. nóvember 2021 kl. 13:00 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; umfjöllun á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

a) Umbeðnar upplýsingar frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasta fundi.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Til umræðu upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði varðandi nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu.

Gísli vék af fundi kl. 13:49.

b) Tillögur vegna hagræðingar í rekstri og fjárfestingum.

Áframhaldandi yfirferð og umræður um tillögur um hagræðingar í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.

c) Annað sem út af stendur.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Farið yfir tillögur stjórnenda um hagræðingu í rekstri og fjárfestingum og þær afgreiddar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
c) Rætt um nokkuð mál til skoðunar á milli funda sem er vísað til sveitarstjóra.

2.Frá Framkvæmdasviði; Ósk um viðbótarstarfsmann

Málsnúmer 202009066Vakta málsnúmer

Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þá var til umfjöllunar minnisblað fyrrverandi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ósk um viðbótar starfsmann hjá veitum. Niðurstaðan var að ekki var unnt að vera við þeirri ósk.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, móttekið 24.11.2021, þar sem óskað er eftir viðbótar stöðugildi vegna aukinna verkefna veitna.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda og fá útreikninga hjá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs varðandi kostnað, hvað bætist við og hvaða kostnaður fellur niður á móti. Einnig að kanna hvort mögulega væri hagkvæmara að leysa verkefni með aðkeyptri þjónustu.

3.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka vegna ræstinga

Málsnúmer 202111052Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni frá leikskólastjóra Krílakots vegna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna ræstinga, að upphæð kr. 504.837 við deild 04140, lykil 4940.Frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum frá leikskólastjóra."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 23.11.2021, frá leikskólastjóra þar sem hún afturkallar ofangreinda beiðni um viðauka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afturköllun en beinir því til leikskólastjóra að finna svigrúm innan fjárheimildar skólans fyrir ofangreindum kostnaði.

4.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka vegna lægri tekna

Málsnúmer 202111082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 10.11.2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna lægri tekna ársins 2021 þar sem nemendur eru færri en áætlað var, að upphæð kr. 588.993. Um er að ræða lægri tekjur en áætlað var vegna desember; vistunargjöld og fæðisgjöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 30 vegna fjárhagsáætlunar 2021 að upphæð kr. 588.993 við deild 04140, þannig að liður 0240 lækki um kr. 141.378 og liður 0265 lækki um kr. 447.615. Byggðaráð samþykkir sömuleiðs að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202111081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Frá SSNE; Samningsdrög vegna áfangastaðastofu

Málsnúmer 202111060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. nóvember 2021, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að samningi sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu. Samningur þessi leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélögin undanfarin ár vegna þjónustu sinnar.

Einnig fylgja samningar sem þessi samningsdrög byggja á, annars vegar samningu SSNE og SSNV við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun og starfsemi áfangastaðastofu og hins vegar þjónustusamningur SSNE við Markaðsstofu Norðurlands sem annast mun hlutverk áfangastaðastofu.

Miðað við íbúafjölda í Dalvíkurbyggð um þessar mundir þá væri kostnaður sveitarfélagsins kr. 924.500.

Gildistími samningsins er frá 1.1.2022 til og með 31.12.2023. Gjald fyrir þjónustu áfangastaðastofu miðað við íbúafjölda sveitarfélaga og er kr. 500 á hvern íbúa á ári m.v. íbúafjölda 1.desember árið á undan.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreind samningsdrög hvað varðar starfsemi og rekstur Áfangastofu vs. starfsemi og rekstur Markaðsstofu Norðurlands.

7.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2021 var eftirfarandi bókað.
"Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað: "Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeiningar um ritun fundargerð, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar.Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði."

Á fundinum var farið yfir og ræddar þær breytingatillögur sem liggja fyrir. Rætt var um möguleika á valdframsali til að auka skilvirkni.
Frekari umfjöllun vísað til næstu funda byggðaráðs. Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ræða í framkvæmdastjórn kosti og galla á framsali valds fagráða eða sveitarstjórnar á fullnaðarafgreiðslu til starfsmanna eða fagráða, eftir því sem við á.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs