Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindið frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 10.11.2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna lægri tekna ársins 2021 þar sem nemendur eru færri en áætlað var, að upphæð kr. 588.993. Um er að ræða lægri tekjur en áætlað var vegna desember; vistunargjöld og fæðisgjöld. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 30 vegna fjárhagsáætlunar 2021 að upphæð kr. 588.993 við deild 04140, þannig að liður 0240 lækki um kr. 141.378 og liður 0265 lækki um kr. 447.615. Byggðaráð samþykkir sömuleiðs að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."