Sveitarstjórn

341. fundur 14. desember 2021 kl. 16:15 - 17:22 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboðun eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1007. frá 25.11.2021

Málsnúmer 2111015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 4 og 5 eru sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1008, frá 02.12.2021

Málsnúmer 2111019FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liðir 2, 3 og 5 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1009, frá 09.12.2021

Málsnúmer 2112003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 2, 3, 5, 6, og 7 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 66, frá 02.12.2021

Málsnúmer 2111001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 265, frá 08.12.2021.

Málsnúmer 2112001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Til máls tóku:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, um 5. lið og leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun fræðsluráðs um þakkir.
Katrín Sigurjónsdóttir, um 5. og 6. lið.
Þórhalla Karlsdóttir, um 5. lið.

Sveitarstjórn tekur undir þakkir samkvæmt bókun fræðsluráðs undir 5. lið.
Sveitarstjórn vill koma á framfæri hrósi og þökkum til stjórnenda skólans, heilsugæslu, nemenda, starfsmanna skólans og foreldra, hvernig til tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í Dalvíkurbyggð og fyrir gott upplýsingaflæði.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 134, frá 07.12.2021

Málsnúmer 2112002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.

Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 29, frá 29.11.2021

Málsnúmer 2111017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfisráð - 366, frá 03.12.2021.

Málsnúmer 2111018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17. liðum.
Liðir 1,2,3,4, 6, 7, 8, 9, 15, og 16.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Frá 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021; Beiðni um viðauka vegna aukningar á starfshlutfalli í skammtímavistun Lokastíg 3 - leiðrétting.

Málsnúmer 202109125Vakta málsnúmer

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 02.11.2021 var eftirfarndi bókað: "Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagamálasviðs, dagsett þann 28. september 2021, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560- Skammtímavistun. Fram kemur að auka þarf um 100% stöðugildi vegna aukningar þjónustuþega. Lagt er til að launaviðaukanum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að samkvæmt meðfylgjandi gögnum, eftir að búið er að reikna viðaukann í launaáætlunarkerfi, þá er breyting á launaáætlun kr. 3.108.634 á deild 02110-9910, m.a. þar sem ekki var gert áður ráð fyrir launatengdum gjöldum. Lagt er til sem fyrr að liður 02110-9110 lækki um sömu upphæð. Einnig kom fram að búið er að gera ráð fyrir ofangreindri leiðréttingu í heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021 sem er á dagskrá hér á eftir. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á viðauka nr. 20 og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og leiðréttingu á viðauka nr. 20 þannig að deild 02560 - laun hækki um kr. 3.108.634 og liður 02110-9110 lækki um kr. 3.108.634.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa viðauka nr. 20 og leiðréttingu á honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021.

10.Frá 1007. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021; Beiðni um viðauka vegna lægri tekna

Málsnúmer 202111082Vakta málsnúmer

Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindið frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 10.11.2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna lægri tekna ársins 2021 þar sem nemendur eru færri en áætlað var, að upphæð kr. 588.993. Um er að ræða lægri tekjur en áætlað var vegna desember; vistunargjöld og fæðisgjöld. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 30 vegna fjárhagsáætlunar 2021 að upphæð kr. 588.993 við deild 04140, þannig að liður 0240 lækki um kr. 141.378 og liður 0265 lækki um kr. 447.615. Byggðaráð samþykkir sömuleiðs að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að tekjur á deild 04140 lækki um kr. 588.993; annars vegar um kr. 141.378 á lið 0240 og hins vegar um kr. 447.615 á lið 0265. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021.

11.Frá 1007. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021; Beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202111081Vakta málsnúmer

Á 1008. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021 var tekið fyrir erindi þar sem óskað var eftir viðauka vegna Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 2.086.290, sem og tilfærslu á launum skólastjóra Dalvíkurskóla yfir á Árskógarskóla, að upphæð kr. 1.302.310. Kr. 2.086.290 færu því til hækkunar á deild 04210 en kr. 1.302.130 væru til lækkunar á sömu deild vegna launa skólastjóra en aftur á móti til hækkunar á deild 04240; Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deildir 04210 og 04240, viðauki nr. 31 við fjárhagsáætlun 2021 og að þeim verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að deild 04210 hækki um kr. 2.086.290 og mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir einnig samhljóða með 7 atkvæðum að laun á deild 04210 lækki um kr. 1.302.130 og hækki á móti um sömu fjárhæð á deild 04240. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021.

12.Frá 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202112034Vakta málsnúmer

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021 þar sem búið er að taka inn alla viðauka sem gerðir hafa verið og samþykktir á árinu 2021. Einnig er búið að uppfæra verðbólguspá samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2021 þannig að gert er ráð fyrir 4,4% verðbólgu. Sviðsstjóri gerði grein fyrir að gert er ráð fyrir tveimur viðaukum til viðbótar sem eiga eftir að fá umfjöllun og afgreiðslu byggðaráðs;
a) Lækkun á lið 02110-9110; rekstrarstyrkur til einstaklinga, um kr. 500.000 samkvæmt tillögu sviðsstjóra félagsmálasviðs, sbr. mál 202109125 hér að ofan.
b) Breyting / leiðrétting á áætlun vegna smávirkjunar þannig að kr. 6.100.000 eru teknar út af framkvæmdaáætlun, liður 48200-11500, verknúmer KD012. Liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 þannig að eftir standa kr. 6.100.000 á lið 47410-4320 vegna smávirkjunar. Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 91.388.000. Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 147.413.000 fyrir Samstæðu A- og B- hluta, að teknu tilliti til lækkunar vegna smávirkjunar. Lántaka er áætluð 0 fyrir Samstæðu A- og B- hluta. Handbært fé frá rekstri er áætlað kr. 161.725.000 og veltufé kr. 176.344.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:
a) Viðaukabeiðni nr. 32 að upphæð kr. 500.000 þannig að liður 02110-9110 lækki um kr. 500.000, mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Viðaukabeiðni nr. 33 að upphæð kr. 6.100.000 þannig að áætlun vegna smávirkjunar á lið 48200-11500, verknúmer KD012 verði 0. Einnig að liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 og verði kr. 6.100.000. Lagt er til að þessum viðauka verði mætt með breytingum á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka við fjárhagsáætlun 2021 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðaukabeiðni nr. 32 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 500.000 þannig að liður 02110-9110 lækki um kr. 500.000 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðaukabeiðni nr. 33 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 6.100.000 þannig að áætlun vegna smávirkjunar á lið 48200-11500, verknúmer KD012 verði 0. Einnig að liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 og verði kr. 6.100.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með breytingum á handbæru fé.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 91.388.000.
Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 147.413.000 fyrir Samstæðu A- og B- hluta, að teknu tilliti til lækkunar vegna smávirkjunar.
Lántaka er áætluð 0 fyrir Samstæðu A- og B- hluta.
Handbært fé frá rekstri er áætlað kr. 161.725.000 og veltufé kr. 176.344.000.

13.Frá 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021; Ósk um viðbótarstarfsmann á Framkvæmdasviði.

Málsnúmer 202009066Vakta málsnúmer

Á 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þá var til umfjöllunar minnisblað fyrrverandi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ósk um viðbótar starfsmann hjá veitum. Niðurstaðan var að ekki var unnt að verða við þeirri ósk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, móttekið 24.11.2021, þar sem óskað er eftir viðbótar stöðugildi vegna aukinna verkefna veitna. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda og fá útreikninga hjá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs varðandi kostnað, hvað bætist við og hvaða kostnaður fellur niður á móti. Einnig að kanna hvort mögulega væri hagkvæmara að leysa verkefni með aðkeyptri þjónustu." Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu og farið var yfir útreikninga frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna yfirvinnu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum 100% viðbótarstöðuhlutfall við Framkvæmdasvið vegna veitna Dalvíkurbyggðar og að vísa ofangreindri beiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 með fyrirvara um niðurstöður úr launaáætlun samkvæmt þarfagreiningu veitna."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og allt að 100% viðbótarstöðuhutfall við Framkvæmdasvið vegna veitna Dalvíkurbyggðar. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir þessu nýja stöðugildi og kostnaði nettó vegna þess.

14.Frá 29. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllasakga; Gjaldskrá TÁT 2022

Málsnúmer 202109039Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 29. nóvember sl. þá var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, fór yfir þær hækkanir sem lagðar eru til í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar. Með vísan í 16. gr. samnings vegna samreksturs á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar telur skólanefnd TÁT ekki forsendur fyrir hækkun á gjaldskrá skólans fyrir árið 2022 umfram 2,4% sem nefndin hefur áður samþykkt."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2022 með hækkun um 2,4%.

15.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.Síðari umræða.

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 340. fundi sveitartjórnar þann 23. nóvember 2021 þá var eftirfarandi bókað:
"Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna 2022 til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkti að vísa gjaldskránni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna ársins 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn, eins og hún liggur fyrir."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á gjaldskránni á milli umræðna í sveitarstjórn.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2022 og vísar henni til staðfestingar ráðherra.

16.Frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025. Síðari umræða.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna. Áætlunin var til umfjöllunar á 6 fundum í byggðaráði á milli umræðna.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætluninni:

Samstæða A- og B- hluti - rekstrarniðurstaða:
Árið 2022; jákvæð um kr. 8.165.000.
Árið 2023; neikvæð um kr. -7.228.000.
Árið 2024; neikvæð um kr. -11.478.000.
Árið 2025; neikvæð um kr. -18.031.000.

Samstæða A- og B- hluti - fjárfestingar og framkvæmdir:
Árið 2022; kr. 311.595.000
Árið 2023; kr. 306.130.000.
Árið 2024; kr. 213.440.000.
Árið 2025; kr. 176.200.000.

Samstæða A- og B- hluti - lántökur:
Árið 2022; kr. 175.000.000.
Árið 2023; kr. 145.000.000.
Árið 2024; kr. 25.000.000.
Árið 2025; kr. 0.

Samstæða A- og B- hluti; veltufé frá rekstri.
Árið 2022; kr. 278.122.000.
Árið 2023; kr. 277.593.000.
Árið 2024; kr. 278.215.000.
Árið 2025; kr. 279.716.000.


Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs árið 2022 er neikvæð um kr. -91.721.000 og fyrir A-hluta árið 2022 er hún neikvæð um kr. -9.068.000.

Einnig tóku til máls:
Þórhalla Karlsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 eins og hún liggur fyrir.

17.Frá 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021; Samningsdrög vegna áfangastaðastofu

Málsnúmer 202111060Vakta málsnúmer

Á 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021 var eftirfarandi bókað; "Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. nóvember 2021, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að samningi sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu. Samningur þessi leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélögin undanfarin ár vegna þjónustu sinnar. Einnig fylgja samningar sem þessi samningsdrög byggja á, annars vegar samnings SSNE og SSNV við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun og starfsemi áfangastaðastofu og hins vegar þjónustusamningur SSNE við Markaðsstofu Norðurlands sem annast mun hlutverk áfangastaðastofu. Miðað við íbúafjölda í Dalvíkurbyggð um þessar mundir þá væri kostnaður sveitarfélagsins kr. 924.500. Gildistími samningsins er frá 1.1.2022 til og með 31.12.2023. Gjald fyrir þjónustu áfangastaðastofu miðað við íbúafjölda sveitarfélaga og er kr. 500 á hvern íbúa á ári m.v. íbúafjölda 1.desember árið á undan. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreind samningsdrög hvað varðar starfsemi og rekstur Áfangastaðastofu vs. starfsemi og rekstur Markaðsstofu Norðurlands." Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um ofangreind samningsdrög. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við SSNE um rekstur Áfangastaðastofu.

18.Frá 134. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.12.2021; Hvatagreiðslur Dalvíkurbyggðar -reglur

Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer

Á 134. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn hefur samþykkt að lækka styrkhæfan aldur úr sex árum í fjögur. Óskaði sveitarstjórn eftir því við íþrótta- og æskulýðsráð að leggja fyrir uppfærðar reglur miðað við þá ákvörðun. Meðfylgjandi eru drög að nýjum reglum þar sem aldursviðmið fyrir hvatastyrk er frá 4-17 ára. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drög að uppfærðum reglum um hvatagreiðslur sem liggja fyrir og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að reglum um hvatagreiðslur eins og þær liggja fyrir.

19.Frá 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021; Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 30.11.2021, þar sem samandregið kemur fram að það er mat sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs að verkefnið er mjög áhugavert en hins vegar er lagt til að bíða átektar og taka ekki þátt í því að þessu sinni. Gert er grein fyrir þeim ástæðum í minnisblaðinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sviðstjóranna um að Dalvíkurbyggð taki ekki þátt í þessu verkefni að svo stöddu en heldur verði áhersla lögð á önnur verkefni í sama málaflokki og þá haft ofangreint verkefni áfram til hliðsjónar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki ekki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög 2021 að svo stöddu heldur verði áhersla lögð á önnur verkefni í sama málaflokki og þá haft verkefnið um Barnvæn sveitarfélög til hliðsjónar.

20.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.Fyrri umræða.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað: "Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeiningar um ritun fundargerð, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar.Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirfarin drög að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar af sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs og lögfræðingi frá KPMG. Til viðbótar er ný tillaga að viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingatillögum sem gerðar hafa verið á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

21.Frá 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021; Skemmdir á rafstöð í óveðrinu des 2019

Málsnúmer 202111106Vakta málsnúmer

Á 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þar sem fjallað er um tildrög þess að veitur Dalvíkurbyggðar fengu að láni rafstöð í eigu Verkvals í óveðrinu í desember 2019. Rafall gaf sig í rafstöðinni og náðst hefur samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Verkvals að veitur taki þátt í kostnaði við að setja nýjan rafal í rafstöðina, að teknu tilliti til aldurs og ástands. Kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði kr. 496.332 með vsk og lagt er til að þeim kostnaði verði vísað á lið 47320-4630. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að greiða Verkvali kr. 496.332 með vsk vegna kostnaðar við að setja nýjan rafal í rafstöð í eigu Verkvals , vísað á 47320-4630.

22.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Umsókn um lóð - Hringtún 13-15

Málsnúmer 202111046Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 þá var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 10. nóvember 2021, óskar Tréverk ehf. eftir parhúsalóðinni við Hringtún 13-15 á Dalvík. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir úthlutun lóðarinnar til Tréverks ehf. Umhverfisráð mat báðar umsóknir um lóðina við Hringtún 13-15 að jöfnu. Samkvæmt 3.1.2. gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð ber að draga á milli ef fleiri en ein hæf umsókn berst. Felix Felixson dró hjartaás fyrir hönd Tréverks og Ottó Jakobsson dró spaðaníu fyrir hönd EGO húsa. Á þessum forsendum úthlutar umhverfisráð því Tréverk ehf. lóðina við Hringtún 13-15. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 13-15.

23.Frá 366. fundi umhverfisráðs frá 03.12.2021;Umsókn um lóð - Hringtún 13-15

Málsnúmer 202111047Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfsiráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 11. nóvember 2021, óska EGO hús ehf. eftir parhúsalóðinni við Hringtún 13-15 á Dalvík. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir úthlutun lóðarinnar til EGO húsa ehf. Umhverfisráð mat báðar umsóknir um lóðina við Hringtún 13-15 að jöfnu. Samkvæmt 3.1.2. gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð ber að draga á milli ef fleiri en ein hæf umsókn berst. Felix Felixson dró hjartaás fyrir hönd Tréverks og Ottó Jakobsson dró spaðaníu fyrir hönd EGO húsa. Á þessum forsendum hafnar umhverfisráð því umsókn EGO húsa um lóðina við Hringtún 13-15. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og höfnun á úthlutun lóðar við Hringtún 13-15 til EGO húsa.

24.Frá 366. fundi umhverfisráðs frá 03.12.2021; Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Skógarhólar

Málsnúmer 202112005Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík þar sem breytingar eru gerðar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar. Umhverfisráð samþykkir breytinguna. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt lóðarhöfum Skógarhóla 11 og Skógarhóla 23 a,b,c og d. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík þar sem gerðar eru breytingar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23, a, b, c, og d til að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir mat ráðsins að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt lóðarhöfum Skógarhóla 11 og Skógarhóla 23, a,b,c,d.

25.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Dalvíkurlína 2 - Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202111092Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þessari fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 hefur nú þegar verið vísað til endurskoðunar þess. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar vegna Dalvíkurlínu 2 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.

26.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun og stærð þéttbýlissvæðis við Hauganes er breytt til samræmis við deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfisráðs og tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun og stærð þéttbýlissvæðis við Hauganes er breytt til samræmis við deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes. Sveitarstjórn samþykkkir jafnframt að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021: Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafseinssyni hjá Form ráðgjöf ehf. Deiliskipulagstillagan samanstendur af uppdrætti dagsettum 22. nóvember 2021 og greinargerð. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:

Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes er samanstendur af uppdrætti dagsettum 22. nóvember 2021 og greinargerð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Íbúðarsvæði norðan Lónsbakkahverfis, Hörgársveit - skipulagslýsing deili- og aðalskipulags

Málsnúmer 202111068Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 23. nóvember 2021, óskar Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar eftir umsögn um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag nýs áfanga Lónsbakkahverfis ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar. Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að gera ekki athugasemdir við skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag nýs áfanga Lónsbakkahverfis ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar.

29.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Karlsbraut 22

Málsnúmer 202111103Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 þá var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 15. nóvember 2021, óskar Georg William Bagguley eftir endurnýjun á útrunnum lóðarleigusamningi fyrir Karlsbraut 22 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að endurnýja lóðarleigusamninginn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Karlsbraut 22 á Dalvík.

30.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Ósk um samstarf vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 202110044Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 þá var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2021 frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur þar sem hún fyrir hönd Teiknistofu Norðurlands óskar eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til þess að vinna að hönnun á gönguleiðum, útsýnispöllum og dvalarsvæðum meðfram strandlínunni á Dalvík. Umhverfisráð tekur vel í erindið og leggur til að farið verði í samstarf við Teiknistofu Norðurlands við að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Ráðið leggur til að fyrsti áfangi verði gönguleið meðfram Sandskeiði og aðkoman að Böggvisstaðasandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfisráðs að farið verði í samstarf við Teiknistofu Norðurlands við að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir þá tillögu að fyrsti áfangi verði gönguleið meðfram Sandskeiði og aðkoman að Böggvisstaðasandi.

31.Frá 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021; Nafnskilti fyrir Skíðasvæði Dalvíkur

Málsnúmer 202111107Vakta málsnúmer

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tölvupóstur frá Herði Finnbogasyni starfsmanni Skíðafélags Dalvíkur þar sem hann óskar leyfis fyrir skiltum við Skíðabraut og Mímisveg til að auglýsa skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna. Ráðið bendir þó á að sækja verði einnig um leyfi frá Vegagerðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfisráðs.

32.Fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. 2021

Málsnúmer 202105054Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Berg ses. nr. 107 og nr. 108.

33.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2021

Málsnúmer 202108043Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses nr. 59 frá 24.11.2021.

Fundi slitið - kl. 17:22.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs