Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021 þar sem búið er að taka inn alla viðauka sem gerðir hafa verið og samþykktir á árinu 2021. Einnig er búið að uppfæra verðbólguspá samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2021 þannig að gert er ráð fyrir 4,4% verðbólgu. Sviðsstjóri gerði grein fyrir að gert er ráð fyrir tveimur viðaukum til viðbótar sem eiga eftir að fá umfjöllun og afgreiðslu byggðaráðs;
a) Lækkun á lið 02110-9110; rekstrarstyrkur til einstaklinga, um kr. 500.000 samkvæmt tillögu sviðsstjóra félagsmálasviðs, sbr. mál 202109125 hér að ofan.
b) Breyting / leiðrétting á áætlun vegna smávirkjunar þannig að kr. 6.100.000 eru teknar út af framkvæmdaáætlun, liður 48200-11500, verknúmer KD012. Liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 þannig að eftir standa kr. 6.100.000 á lið 47410-4320 vegna smávirkjunar. Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 91.388.000. Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 147.413.000 fyrir Samstæðu A- og B- hluta, að teknu tilliti til lækkunar vegna smávirkjunar. Lántaka er áætluð 0 fyrir Samstæðu A- og B- hluta. Handbært fé frá rekstri er áætlað kr. 161.725.000 og veltufé kr. 176.344.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:
a) Viðaukabeiðni nr. 32 að upphæð kr. 500.000 þannig að liður 02110-9110 lækki um kr. 500.000, mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Viðaukabeiðni nr. 33 að upphæð kr. 6.100.000 þannig að áætlun vegna smávirkjunar á lið 48200-11500, verknúmer KD012 verði 0. Einnig að liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 og verði kr. 6.100.000. Lagt er til að þessum viðauka verði mætt með breytingum á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka við fjárhagsáætlun 2021 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Viðaukabeiðni nr. 32 að upphæð kr. 500.000 þannig að liður 02110-9110 lækki um kr. 500.000, mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Viðaukabeiðni nr. 33 að upphæð kr. 6.100.000 þannnig að áætlun vegna smávirkjunar á lið 48200-11500, verknúmer KD012 verði 0. Einnig að liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 og verði kr. 6.100.000. Lagt er til að þessum viðauka verði mætt með breytingum á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka við fjárhagsáætlun 2021 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.