Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum var samþykkt að bæta inn á dagskrá byggðaráðs þessum dagskrárlið vegna leiðréttingar á gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í ljós hefur komið að misritun varð í tillögu að gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2022, eins og hún var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 23.11.2021, þannig að gjald á hvern fermetra húss skv. a) lið í 2. gr. verði kr. 362,89 en ekki kr. 400,33. Einnig hefur komið í ljós að auglýst gjaldskrá í Stjórnartíðindum er ekki rétt - send voru vinnugögn til birtingar en ekki sú gjaldskrá sem sveitarstjórn staðfesti. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á gjaldskrá fráveitu þannig að gjald á hvern fermetra húss lækki úr kr. 400,33 í kr. 362,89 í a) lið 2. gr. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að senda í Stjórnartíðindi staðfesta gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar sem fyrst til birtingar með áorðinni breytingu á a) lið 2. gr. skv. ofangreindu."