Málsnúmer 202110062Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta-og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00.
Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var til umfjöllunar og afgreiðslu tilnefning fulltrúa Dalvíkurbyggðar vegna innleiðinar á nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Sveitarstjórn staðfesti tillögu byggðaráðs á fundi sínum 2. nóvember sl. um að sviðsstjóri félagsmálasviðs verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs til vara. Byggðaráð óskaði eftir að fá sviðsstjórana á fund ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til þess að ræða og fara yfir hvað þessi samþætting hefur í för með sér og áhrif á starfsemi sveitarfélagsins.
Á fundinum var farið yfir kynningu frá Eyrúnu, Gísla og Gísla Rúnari um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Eyrún, Gísli og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:27.