Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 1. nóvember 2021, þar sem óskað er heimildar að fá að nota tekjur vegna útseldrar vinnu og endurgreiðslu á virðisaukaskatti, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, að upphæð kr. 538.771 til að festa kaup á vinnufatnaði fyrir starfsmenn slökkviliðsins að upphæð kr. 244.162.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar slökkviliðsstjóra að nýta allt að kr. 538.771 ef það rúmast innan fjárhagsramma Slökkviliðs Dalvíkur, deild 07210."