Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. nóvember sl., þar sem kynnt er ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólmál sem tekin var fyrir á fundi stjórnar Sambandsins 29. október sl.
Bæjarráð Árborgar skorar á stjórn Sambandsins að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. með jöfnunarframlögum.