Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl.var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að á fundi með framkvæmdastjóra Ólafs Gíslasonar & co., umboðsaðila slökkvibilaframleiðandans WISS, þann 29. ágúst sl., kom fram að framleiðandinn getur ekki staðið við áætlaðan afhendingartíma. Samið var um að afhending bílsins yrði í lok þess árs. Fram kemur að WISS getur afhent 1 af þeim 6 bílum sem áætlað var á réttum tíma en hinir 5 munu verða afhentir í mars 2024. Ákveðið hefur verið, á fundi með öðrum kaupendum bílanna, að sá bíll sem kemur á þessu ári fari til Hafnar í Hornafirði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afrit af bréfi WISS til Ólafs Gíslasonar & Co., dagsett þann 30. ágúst sl., er varðar seinkun á framleiðslu. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 31, að upphæð kr. 88.000.000, á deild 32200, lið 11505 og verkefni E2202, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Gera þarf því ráð fyrir innkaupum á slökkviliðsbílnum í fjárhagsáætlun 2024."