Málsnúmer 202110066Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 09:18.
Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað;
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl. Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvikurbyggð taki þátt í útboði Ríkiskaupa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í sameiginlegu útboði vegna slökkviliðsbíla. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað slökkviliðsstjóra, dagsett þann 8. mars 2022, þar sem gert er grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðum.
Villi og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 09:55.
b) Byggðaráð er áhugasamt um að taka á móti flóttamönnum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda rafpóst á ofangreint netfang. Byggðaráð leggur jafnframt til að hugað verði að samráði og samstarfi við sveitarfélögin í kring í gegnum SSNE.