Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.
a) Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir einróma að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Sveitarfélagasambandið í Úkraínu er meðlimur í CEMR og undanfarin ár hefur átt sér mikil uppbygging í úkraínskum sveitarfélögum, með stuðningi evrópskra sveitarfélaga, til að efla sjálfsforræði þeirra og bæta þjónustu. Stjórnin hvetur kjörna fulltrúa í íslenskum sveitarfélögum til að undirrita yfirlýsinguna.
Jafnframt er vakin athygli á að CEMR beinir því líka til evrópskra sveitarfélaga að lýsa upp byggingar sínar með bláum og gulum lit þjóðfána Úkraínu og draga úkraínska fánann við hún til að undirstrika samstöðu evrópskra sveitarfélaga með Úkraínu.
Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR.
Skrifaðu undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR."
Til umræðu ofangreint.
b) Tekinn fyrir rafpóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dagsettur þann 9. mars 2022, sem er erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks. Ráðuneytið leitar hér með til sveitarfélagsins um þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið með því að senda póst á netfangið frn@frn.is
Til umræðu ofangreint.
Eyrún vék af fundi kl.08:56.
b) Byggðaráð er áhugasamt um að taka á móti flóttamönnum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda rafpóst á ofangreint netfang. Byggðaráð leggur jafnframt til að hugað verði að samráði og samstarfi við sveitarfélögin í kring í gegnum SSNE.