Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer
Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Óveruleg deiliskipulagsbreyting var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Grenndarkynningarferlinu lauk 4. apríl án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Öldugötu 31 á Árskógssandi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett þann 20. júlí sl., þar sem fram kemur að Laxós ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um breytingu á staðsetningu seiðaeldis, skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að gefin verði umsögn um ofangreinda framkvæmd. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið sé að þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Óskað er eftir umsögn frá sveitarfélaginu fyrir 22. ágúst nk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela starfsmönnum ásamt skipulagsfulltrúa að gera drög að umsögn til Skipulagsstofnunar." Fram kom á fundinum að sótt var um frest til Skipulagsstofnunar um skil. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum að svarbréfum sem unnin eru með skipulagsfulltrúa, Ágústi Hafsteinssyni, dagsett þann 7. september 2023. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að svarbréfum til Skipulagsstofnunar og Laxós ehf."
Liður 35 og liður 36; mál 202309086 og mál 202309087.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að bæta þessu málum við á dagskrá sveitarstjórnar.
Forseti gerði grein fyrir að dagskrárliðir fundar skipulagsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráð sem tilgreindir eru sem sér liðir á dagskrá undir fundargerðum viðkomandi ráða eru til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar þótt þeir hafi ekki birst á útsendri dagskrá sem tölusettir liðir.
Forseti kallaði eftir hvort væru athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun og komu ekki fram athugasemdir.