Frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur; Kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs.

Málsnúmer 202308103

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1079. fundur - 07.09.2023

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Emil Júlíus Einarsson víkur af fundi kl. 14:55 við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Á 1079.fundi byggðaráðs þann 7.september sl. var tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsráð bendir á að fjárhúsin eru á reit 407-Ó samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnotkunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri.
Emil Júlíus Einarsson kemur aftur til fundar kl. 15:11

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

a) Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins."

b) Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1079.fundi byggðaráðs þann 7.september sl. var tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.Niðurstaða:Skipulagsráð bendir á að fjárhúsin eru á reit 407-Ó samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnotkunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. "
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að vísa áfram framtíð fjárhúsanna til skoðunar í byggðaráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna erindi um viðræður um kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um að vísa áfram til skoðunar í byggðaráði framtíð fjárhúsanna.

Byggðaráð - 1081. fundur - 28.09.2023

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins. b) Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1079.fundi byggðaráðs þann 7.september sl. var tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.Niðurstaða:Skipulagsráð bendir á að fjárhúsin eru á reit 407-Ó samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnotkunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur til að vísa áfram framtíð fjárhúsanna til skoðunar í byggðaráði. Fleiri tóku ekki til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna erindi um viðræður um kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um að vísa áfram til skoðunar í byggðaráði framtíð fjárhúsanna."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna að hugsanlegum útfærslum.