Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:41.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu sem Dalvíkurbyggð óskar eftir og Heilsu- og sálfræðiþjónustan hefur mannauð til að veita, þar á meðal þjónustu við leik-og grunnskóla, frístund og félagsþjónustu. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvör ár, eitt ár í senn.
Sviðsstjórar félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Málið hefur verið kynnt á fundum fræðsluráðs í júní, ágúst og september.
Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 13:56.