Fræðsluráð

282. fundur 14. júní 2023 kl. 08:15 - 11:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, boðaði forföll og í hennar stað kom Júlía Óska Júlíusardóttir.

Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Arna Arngrímstóttir, deildarstjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla,Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla. Gunnar Anton Njáll Gunnarsson, fulltrúi foreldra á Krílakoti,

1.Niðurstöður úr foreldra - og starfsmannakönnun

Málsnúmer 202103018Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólstjóri, fóru yfir niðurstöður úr foreldra - og starfsmannakönnun á Krílakoti.
Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu á niðurstöðum.

2.Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir innritunarreglur í leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð, með fimm atkvæðum.

Sérbókun : Benedikt Snær Magnússon, hefði viljað sjá inn í reglum " Niðurfelling á gjöldum þegar leikskóli er lokaður á óviðráðanlegum orsökum ". Það fékk ekki hljómgrunn á fundinum.
Hugrún Felixdóttir, fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 09:05

3.Drög að samningi um sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir drög að samningi við Heilsu - og sálfræðiþjónustuna.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram í málinu í samráði við félagsþjónustu.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og þriggja ára áætlun 2025 -2027
Fræðsluráð, þakkar sviðsstjóra fyrir góða kynningu á vinnuferli fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2024.

5.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason, forstöðumaður í Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, fer yfir stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Máli frestað til næsta fundar hjá Fræðsluráði.
Leikskólafólk á Kríló fór af fundi kl. 09:45.

6.Breyttir starfshættir í grunnskóla

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, fór yfir hugmyndir er varða breytta starfshætti í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð tekur mjög jákvætt í erindið og sannanlega myndi þetta auka faglegt starf í Dalvíkurskóla.

Sérbókun: Monika Margrét Stefánsdóttir, leggur til að þetta verði samþykkt.
Hugrún Felixdóttir, fulltrúi starfsfólk í Dalvíkurskóla , fór af fundi kl. 10:00

7.Niðurstöður úr starfsmannakönnun

Málsnúmer 202305055Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður úr starfsmannakönnun í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu á niðurstöðum.

8.Hugbúnaður til að halda utan um gæðamál í Grunnskólum

Málsnúmer 202305012Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti hugbúnað til að halda utan um gæðamál í Grunnskólum.
Lagt fram til kynningar og lítur vel út.
Snæþór Arnþórsson, fór af fundi kl. 10:45

9.Fundagerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202011026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundagerð frá foreldrafélagi Dalvíkurskóla dags. 14.10.2020. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir málið.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að finna lausnir á óvissuþáttum og fá endanlegt tilboð frá Blágrýti í morgunmat fyrir nemendur í Dalvíkurskóla.
Snæþór Arnþórsson, Kom inn á fund 10:50

10.Til umsagnar 956. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202304129Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 23. apríl. Þar sem vakin er athygli að frumvarp til laga til umsagnar um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:10.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs