Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta styrk að upphæð kr. -800.000 úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022 til að styrkja lærdómssamfélagið og teymiskennslu í grunnskólum. Kostnaður við verkefnið og fyrri hluti af greiddum styrk féll til árið 2022.
Lagt er til að styrkurinn verði nýttur til að kaupa hugbúnað til að halda utan um gögn er varðar innra mat á skólastarfi Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hugbúnaðinn og tilboð frá Bravo Lesson.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.