Byggðaráð

1067. fundur 04. maí 2023 kl. 13:15 - 15:53 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Auglýsing

Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu vegna erinda í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

b) Tímarammi

Með fundarboði fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

c) Fyrstu skrefin skv. Samþykktum fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu fyrstu og næstu skref vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2027 samkvæmt Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu eins og hún liggur fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
c) Byggðaráð beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.

2.Frá Framkvæmdasviði; Samningur um Hánefsstaðareit - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 27. apríl 2023, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 11030-9145 vegna styrkt til Skógræktarfélags Eyfirðinga til umhirðu og uppbyggingar skógræktar- og útivistarsvæðis í Hánefssaðaskógi.
Afgreiðslu frestað.

3.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Framlög Jöfnunarsjóðs 2023 - nýjustu upplýsingar - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202305014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem gerð er grein fyrir breytingum á áætlunum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef sjóðsins.
Sviðstjóri leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. -65.405.947.

Liður 00100-0121, útgjaldajöfnunarframlag, hækki um kr. -6.371.771 og verði því kr. -324.479.997.
Liður 00100-0141, grunnskólaframlag, hækki um kr. -11.368.858 og verði því kr. -209.296.858.
Liður 00100-0151, málefni fatlaðra, hækki um kr. -41.313.000 og verði því kr. -179.333.000.
Liður 00100-0190, önnur framlög, hækki um kr. -6.352.092 og verði því kr. -20.852.0292. Um er að ræða framlög vegna tónlistarskólanema utan lögheimilssveitarfélags og vegna farsældarlaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 17 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að tekjur deildar 00100 hækki alls um kr. -65.405.947.
Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Kaup á hugbúnaði vegna gæðamála í Grunnskólum.

Málsnúmer 202305012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta styrk að upphæð kr. -800.000 úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022 til að styrkja lærdómssamfélagið og teymiskennslu í grunnskólum. Kostnaður við verkefnið og fyrri hluti af greiddum styrk féll til árið 2022.

Lagt er til að styrkurinn verði nýttur til að kaupa hugbúnað til að halda utan um gögn er varðar innra mat á skólastarfi Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hugbúnaðinn og tilboð frá Bravo Lesson.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að ofangreindar tekjur 2023 verði nýttar til að kaupa og innleiða hugbúnað vegna innra mats í grunnskólum sveitarfélagsins.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Kynning á innkauparáði og hlutverk þess

Málsnúmer 202011043Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kynning á innkauparáði og hlutverki þess.

Sjá einnig og nánar á vef sveitarfélagsins Innkaupastefnu og innkaupareglur Dalvíkurbyggðar;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Stefnur-reglur/190624.innkaupastefna-og-innkaupareglur.pdf

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að innkauparáð haldi fundargerðir og leggi fyrir byggðaráð.

6.Frá SSNE; Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

Málsnúmer 202302052Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. febrúar 2023, þar sem meðfylgjandi er tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem verður nú send til umsagnar eins og kveðið er á um í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og í samræmi við 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda, nr. 111/2021. Þetta felur í sér að tillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu sem er hluti tillögunnar, verður auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Að kynningu lokinni verður gengið frá svæðisáætluninni í heild sinni að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og hún síðan lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem fram kemur að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er nú tilbúin til afgreiðslu í sveitarstjórnum, að öðru leyti en því að eftir er að taka afstöðu til beiðni Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að felldur verði út viðauki með greiningu á stöðu úrgangsmála í fjórðungnum vorið 2022 og sá hluti skjalsins þess í stað gefinn út sem sérstakt skjal sem hægt væri að vísa í. Því er áformað að fella umræddan viðauka út úr skjalinu, en þar sem þar er um að ræða verulega breytingu frá því skjali sem áður hefur verið kynnt þótti rétt að kanna fyrst hug sveitarfélaga á svæðinu til breytingarinnar. Ef Dalvíkurbyggð gerir athugasemd við að viðaukinn verði felldur út þarf það að liggja fyrir í síðasta lagi 5. maí nk.
Gengið verður frá endanlegri útgáfu svæðisáætlunarinnar að fengnum svörum og hún send út til endanlegrar afgreiðslu í síðasta lagi 12. maí.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreindur viðauki um greiningu á stöðu úrgangsmála verði felldur úr skjalinu um Svæðisáætlun um meðhöndum úrgangs á Norðurlandi.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Aðildarfélög BSRB kjósa um verkkfallsaðgerðir vegna kjarasamninga sem forysta þeirra hafnaði

Málsnúmer 202304146Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 27. apríl 2023, þar sem fram kemur að BSRB hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Forysta BSRB hafnaði kjarasamningstilboði árið 2020 en gerir nú kröfu um að sveitarfélögin bæti fyrir þá ákvörðun bandalagsins.Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar.
Bæði BSRB og SGS bauðst árið 2020 kjarasamningur með gildistíma út september 2023. Með þeim samningi fylgdi ný launatafla (launatafla 5) sem tók gildi 1. janúar 2023. Forysta SGS samþykkti slíkan samning en forysta BSRB hafnaði samningnum alfarið en samdi þess í stað um styttri samningstíma, til 31. mars 2023, án launatöflu 5.
Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020. Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB.


Sjá nánar á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga,
https://www.samband.is/frettir/adildarfelog-bsrb-kjosa-um-verkfallsadgerdir-vegna-kjarasamninga-sem-forysta-theirra-hafnadi/

Lagt fram til kynningar.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2023 - upplýsingar um umsókn

Málsnúmer 202304041Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. apríl 2023, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til þjónustu- og upplýsingafulltrúa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar að sótt var um verkefnið "Uppfærsla á gönguleiðakorti Dalvíkurbyggðar".
Lagt fram til kynningar.

9.Ályktun um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Málsnúmer 202305013Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar.

Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverki og er lífæð marga sveitarfélaga landsbyggðanna. Með því að hefja uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.

Dalvíkurbyggð skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að virða samkomulagið frá 2019 þar til framtíðarlausn innanlandsflugs er tryggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda bókun.

10.Aðalfundur Norðurbaða hf. 2023

Málsnúmer 202304057Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum ehf., dagsett þann 5 .apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 9 á Akureyri eða í gegnum TEAMS. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Til máls tóku: Felix Rafn Felixson sem leggur til að sveitarfélagið skoði alvarlega sölu á hlut sveitarfélagsins í Norðurböðum. Freyr Antonsson, sem tekur undir ofangreinda tillögu frá Felix. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja aðalfund Norðurbaða ehf og fara með umboðs sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða ofangreinda tillögu frá Felix og Frey að byggðaráði verði falið að kanna mögulega sölu á hlut Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Norðurbaða hf. fyrir árið 2022. Dalvíkurbyggð á 0,92% í félaginu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilkynna stjórn Norðurbaða að hlutur Dalvíkurbyggðar í félaginu er til sölu.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Orkufundur 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202304147Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 27. apríl sl., þar sem fram kemur að Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda Orkufund 2023 þann 10. maí nk. kl. 10:00 - 12:00 á Hótel Hilton, Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt. Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu og annað sem viðkemur fundinn mun liggja fyrir þegar nær dregur.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023

Málsnúmer 202304152Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 17.apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 9. maí nk. kl. 14:30 í Reykjavík. Meðfylgjandi er einnig núgildandi samþykktir félagsins og ársreikningur 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna að sitja fundinn ef hún á leið suður á sama tíma og hefur tök á að sitja fundinn.

13.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2023

Málsnúmer 202304130Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 16. maí nk. kl. 13 á Hótel Laugarbakka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að sækja fundinn, ef hún hefur tök á, og fara með umboð Dalvíkurbyggðar.

14.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 980. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202305011Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 28. apríl sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá nefnda- og greiningarsviði AlþingisM Til umsagnar 945. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202304153Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir póstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 915. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202304009Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 31. mars sl. þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, nr. 72. frá 19.apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:53.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs