Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem gerð er grein fyrir breytingum á áætlunum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef sjóðsins.
Sviðstjóri leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. -65.405.947.
Liður 00100-0121, útgjaldajöfnunarframlag, hækki um kr. -6.371.771 og verði því kr. -324.479.997.
Liður 00100-0141, grunnskólaframlag, hækki um kr. -11.368.858 og verði því kr. -209.296.858.
Liður 00100-0151, málefni fatlaðra, hækki um kr. -41.313.000 og verði því kr. -179.333.000.
Liður 00100-0190, önnur framlög, hækki um kr. -6.352.092 og verði því kr. -20.852.0292. Um er að ræða framlög vegna tónlistarskólanema utan lögheimilssveitarfélags og vegna farsældarlaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 17 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að tekjur deildar 00100 hækki alls um kr. -65.405.947.
Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.