Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum ehf., dagsett þann 5 .apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 9 á Akureyri eða í gegnum TEAMS. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Til máls tóku: Felix Rafn Felixson sem leggur til að sveitarfélagið skoði alvarlega sölu á hlut sveitarfélagsins í Norðurböðum. Freyr Antonsson, sem tekur undir ofangreinda tillögu frá Felix. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja aðalfund Norðurbaða ehf og fara með umboðs sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða ofangreinda tillögu frá Felix og Frey að byggðaráði verði falið að kanna mögulega sölu á hlut Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Norðurbaða hf. fyrir árið 2022. Dalvíkurbyggð á 0,92% í félaginu.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.