Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 27. apríl 2023, þar sem fram kemur að BSRB hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Forysta BSRB hafnaði kjarasamningstilboði árið 2020 en gerir nú kröfu um að sveitarfélögin bæti fyrir þá ákvörðun bandalagsins.Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar.
Bæði BSRB og SGS bauðst árið 2020 kjarasamningur með gildistíma út september 2023. Með þeim samningi fylgdi ný launatafla (launatafla 5) sem tók gildi 1. janúar 2023. Forysta SGS samþykkti slíkan samning en forysta BSRB hafnaði samningnum alfarið en samdi þess í stað um styttri samningstíma, til 31. mars 2023, án launatöflu 5.
Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020. Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB.
Sjá nánar á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga,
https://www.samband.is/frettir/adildarfelog-bsrb-kjosa-um-verkfallsadgerdir-vegna-kjarasamninga-sem-forysta-theirra-hafnadi/