Frá SSNE; Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

Málsnúmer 202302052

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1059. fundur - 23.02.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. febrúar 2023, þar sem meðfylgjandi er tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem verður nú send til umsagnar eins og kveðið er á um í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og í samræmi við 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda, nr. 111/2021. Þetta felur í sér að tillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu sem er hluti tillögunnar, verður auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Að kynningu lokinni verður gengið frá svæðisáætluninni í heild sinni að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og hún síðan lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar.
Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1067. fundur - 04.05.2023

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. febrúar 2023, þar sem meðfylgjandi er tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem verður nú send til umsagnar eins og kveðið er á um í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og í samræmi við 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda, nr. 111/2021. Þetta felur í sér að tillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu sem er hluti tillögunnar, verður auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Að kynningu lokinni verður gengið frá svæðisáætluninni í heild sinni að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og hún síðan lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem fram kemur að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er nú tilbúin til afgreiðslu í sveitarstjórnum, að öðru leyti en því að eftir er að taka afstöðu til beiðni Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að felldur verði út viðauki með greiningu á stöðu úrgangsmála í fjórðungnum vorið 2022 og sá hluti skjalsins þess í stað gefinn út sem sérstakt skjal sem hægt væri að vísa í. Því er áformað að fella umræddan viðauka út úr skjalinu, en þar sem þar er um að ræða verulega breytingu frá því skjali sem áður hefur verið kynnt þótti rétt að kanna fyrst hug sveitarfélaga á svæðinu til breytingarinnar. Ef Dalvíkurbyggð gerir athugasemd við að viðaukinn verði felldur út þarf það að liggja fyrir í síðasta lagi 5. maí nk.
Gengið verður frá endanlegri útgáfu svæðisáætlunarinnar að fengnum svörum og hún send út til endanlegrar afgreiðslu í síðasta lagi 12. maí.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreindur viðauki um greiningu á stöðu úrgangsmála verði felldur úr skjalinu um Svæðisáætlun um meðhöndum úrgangs á Norðurlandi.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. febrúar 2023, þar sem meðfylgjandi er tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem verður nú send til umsagnar eins og kveðið er á um í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og í samræmi við 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda, nr. 111/2021. Þetta felur í sér að tillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu sem er hluti tillögunnar, verður auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Að kynningu lokinni verður gengið frá svæðisáætluninni í heild sinni að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og hún síðan lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Á 1067.fundi byggðaráðs þann 4.maí sl. var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem fram kemur að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er nú tilbúin til afgreiðslu í sveitarstjórnum, að öðru leyti en því að eftir er að taka afstöðu til beiðni Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að felldur verði út viðauki með greiningu á stöðu úrgangsmála í fjórðungnum vorið 2022 og sá hluti skjalsins þess í stað gefinn út sem sérstakt skjal sem hægt væri að vísa í. Því er áformað að fella umræddan viðauka út úr skjalinu, en þar sem þar er um að ræða verulega breytingu frá því skjali sem áður hefur verið kynnt þótti rétt að kanna fyrst hug sveitarfélaga á svæðinu til breytingarinnar. Ef Dalvíkurbyggð gerir athugasemd við að viðaukinn verði felldur út þarf það að liggja fyrir í síðasta lagi 5. maí nk. Gengið verður frá endanlegri útgáfu svæðisáætlunarinnar að fengnum svörum og hún send út til endanlegrar afgreiðslu í síðasta lagi 12. maí. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreindur viðauki um greiningu á stöðu úrgangsmála verði felldur úr skjalinu um Svæðisáætlun um meðhöndum úrgangs á Norðurlandi.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að ofangreindur viðauki um greiningu á stöðu úrgangsmála verði felldur úr skjalinu um Svæðisáætlun um meðhöndum úrgangs á Norðurlandi.

Byggðaráð - 1070. fundur - 08.06.2023

Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Á 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.