Byggðaráð

1059. fundur 23. febrúar 2023 kl. 13:15 - 17:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar 2023; Stefna í málefnum aldraða

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Á 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð. Niðurstaða:Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum. "

Til umræðu ofangreind tillaga.

Þórhalla vék af fundi kl. 14:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

3.Frá framkvæmdasviði; Verksamningur um hitastigulskort við Íslenskar orkurannsóknir.

Málsnúmer 202302070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:44.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi við Íslenskar orkurannsóknir um hitastigulskort af Dalvík-Svarfaðardal. ÍSOR vinnur nú að heildstæðu hitastigulskorti af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e.a.s. frá Hólsgerði norður í Ólafsfjörð, bæði austan og vestan megin fjarðar. Slíkt kort gefur nauðsynlegt yfir svæðisbundinn hitastigul og hitastigulsfrávik og gagnast við að koma auga á möguleika til jarðhitanýtingar.

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þá er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum á lið á deild 48200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá SSNE; Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

Málsnúmer 202302052Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. febrúar 2023, þar sem meðfylgjandi er tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem verður nú send til umsagnar eins og kveðið er á um í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og í samræmi við 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda, nr. 111/2021. Þetta felur í sér að tillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu sem er hluti tillögunnar, verður auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Að kynningu lokinni verður gengið frá svæðisáætluninni í heild sinni að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og hún síðan lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar.
Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is.

Lagt fram til kynningar.

6.Frá SSNE; Frumhagkvæmnimat líforkuvers

Málsnúmer 202212128Vakta málsnúmer

Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Elías Pétursson, verkefnastjóri, Kjartan Ingvarsson, frá umhverfis- orku, og loftlagsráðuneytinu, og Kristín Helga Schiöth frá SSNE, og Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs, kl. 14:00. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Elíasi Péturssyni, verkefnastjóra vegna líforkuvers, dagsettur þann 29. desember sl, þar sem fram kemur að hugmyndin er að funda með sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE til að kynna og ræða frumhagkvæmismat vegna líforkuvers en matið fylgir erindinu. Óskað er eftir tillögum um óskatímasetningu og tímasetningu til vara fyrir hvert sveitarfélag. Byggðaráð leggur til tímasetninguna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00 og til vara fimmtudaginn 26. janúar kl. 14:00." Til umræðu ofangreint. Elías, Kjartan, Kristín Helga og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:20.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. febrúar 2023, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að sameiginlegri viljayfirýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuverk í Eyjafjarðar sem SSNE óskar eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau eru tilbúin að standa að viljayfirlýsingunni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viljayfirlýsingu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Hafnasjóður ; viðræður við Hafnasamlag Norðurlands.

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að óska eftir viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar inn í samlagið. Sveitarstjórn samþykkti tillögu byggðaráðs sem og að byggðaráð ásamt sveitarstjóra annist viðræðurnar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Erindi um beiðni um viðræður var sent 1. desember 2022 og var viðræðufundur 8. febrúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispuntkar frá þeim fundi. Næsti fundur er áætlaður á Dalvík 15. mars nk.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint verði aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs. Byggðaráð, veitu- og hafnaráð og sviðsstjóri framkvæmdasviðs vinni að SVOT-greiningu fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202302076Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Vinabæjasamstarf; varðar áformað mót í Dalvíkurbyggð 2023

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
Á fundinum var farið yfir minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 1. febrúar 2023, þar sem farið er yfir aðdraganda að þeirri ákvörðun að Dalvíkurbyggð haldi vinabæjamót í ár. Sveitarstjóri leggur til að Dalvíkurbyggð sendi út tilkynningu þess efnis að mótið verði ekki haldið í Dalvíkurbyggð í sumar, meðal annars þar sem annir í öðrum verkefnum hafa ekki gefið svigrúm til að undirbúa mótið. Einnig er því velt upp í minnisblaði sveitarstjóra að umræða sé tekin um hvað Dalvíkurbyggð vill fá út úr vinabæjasamstarfi og jafnvel tilvalið tækifæri nú að hugsa hlutina alveg upp á nýtt.Niðurstaða:Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu, eiga fund með fulltrúum vinabæjanna og upplýsa um ofangreint áður en ákvörðun verður tekin."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samskipti og upplýsingar um fund með fulltrúum vinabæjanna sem sveitarstjóri sat ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Lagt er til að slá af mótið/stóra fundinn á Dalvík í sumar en rætt um að halda "between" fund á Dalvík í lok ágúst /byrjun september 2024. Á slíkan fund mæta ca. 3 einstaklingar frá hverju sveitarfélagi. Fundurinn á Dalvík yrði þá stefnumótunar- og undirbúningsfundur fyrir stóra fundinn, ca. 60 manns, sem Hamar á að halda næst. Ákveðið var að boða fulltrúa frá Hamar til fundar 13. apríl nk. á TEAMS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Varðar erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands; beiðni um viðauka og drög að samkomulagi um styrk

Málsnúmer 202209090Vakta málsnúmer

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kolbeinn Óttarson Proppé og Gísli Ingimundarson, kl. 14:40. Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri. Kolbeinn og Gísli viku af fundi kl. 15:07.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð leggi fram alls kr. 5.000.000 í verkefnið, kr. 2.500.000 árið 2023 og kr. 2.500.000 árið 2024.Niðurstaða:Til máls tók: Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 árið 2023 vegna styrks frá sveitarfélaginu vegna stuðnings við nýtt björgunarskip sem og drög að samningi um framlag sveitarfélagsins vegna áranna 2023 og 2024."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 17. febrúar 2023, að upphæð kr. 2.500.000 á deild 07810-9146 vegna ofangreinds styrkt frá Dalvíkurbyggð. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, kt. 460697-2719 um styrk vegna kaupa á nýju björgunarskipi fyrir árin 2023 og 2024.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.500.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi um styrk Dalvíkurbyggðar til Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar árin 2023 og 2024. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá Hólaskóla; Upplýsingar um málstefnu sveitarfélagsins vegna rannsóknar um tungumál í ferðaþjónustu

Málsnúmer 202302074Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Hólaskóla, dagsettur þann 23. janúast 2023, þar sem vísað er til bréfs dagsett þann 14.mars 2022 þar sem óskað var eftir upplýsingum um málstefnu sveitarfélagsins einkum gagnvart ferðaþjónustu á svæðinu fyrir rannsókn um tungumál í ferðaþjónustunni. Skýrsla um þetta hefur verið gefin út og fylgir.

Fram kemur í skýrslunni að Dalvíkurbyggð er eitt örfárra sveitarfélaga sem hefur sett sér málstefnu fyrir allar starfsstöðvar sínar.
Lagt fram til kynningar

12.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., 31.mars 2023

Málsnúmer 202302047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett þann 10. febrúar 2023, þar sem fram kemur að áformað er að halda aðalfund félagsins þann 31. mars nk. Kjörnefnd mun taka við og fara yfir framboð til stjórnar og varastjórnar og gera tillögu til aðalfundar. Kjörnefnd óskar eftir að tilnefningar og/eða framboð séu send í síðasta lagi kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 8. mars nk. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:03.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs