Frá framkvæmdasviði; Verksamningur um hitastigulskort við Íslenskar orkurannsóknir.

Málsnúmer 202302070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1059. fundur - 23.02.2023

Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:44.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi við Íslenskar orkurannsóknir um hitastigulskort af Dalvík-Svarfaðardal. ÍSOR vinnur nú að heildstæðu hitastigulskorti af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e.a.s. frá Hólsgerði norður í Ólafsfjörð, bæði austan og vestan megin fjarðar. Slíkt kort gefur nauðsynlegt yfir svæðisbundinn hitastigul og hitastigulsfrávik og gagnast við að koma auga á möguleika til jarðhitanýtingar.

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þá er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum á lið á deild 48200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:44. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi við Íslenskar orkurannsóknir um hitastigulskort af Dalvík-Svarfaðardal. ÍSOR vinnur nú að heildstæðu hitastigulskorti af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e.a.s. frá Hólsgerði norður í Ólafsfjörð, bæði austan og vestan megin fjarðar. Slíkt kort gefur nauðsynlegt yfirlit yfir svæðisbundinn hitastigul og hitastigulsfrávik og gagnast við að koma auga á möguleika til jarðhitanýtingar. Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þá er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur 2023. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum á lið á deild 48200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi verksamning við Íslenskar orkurannsóknir um hitastigulskort af Dalvík-Svarfaðardal. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kostnaður vegna samningsins fari á deild 48200.

Veitu- og hafnaráð - 142. fundur - 12.12.2024

Bjarni Gautason frá ÍSOR kom til fundar kl. 8:15 og fór yfir skýrslu stofnunarinnar "Yfirlit hitastigulsrannsókna Norðurorku og Hitaveitu Dalvíkur í og við Eyjafjörð."
Bjarni Gautasyni þökkuð góð yfirferð á fyrirliggjandi skýrslu um hitastigulsrannsóknir.
Lagt fram til kynningar.