Málsnúmer 202303079Vakta málsnúmer
Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valdimar Bragason, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg frá stjórn og Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15. Fulltrúi frá HSN boðaði forföll. Á fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði frá Félagi eldri borgara Helga Mattína Björnsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg, og Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi frá HSN kl. 13:19. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, boðaði forföll. Á síðasta og 4. fundi Öldungaráðs þann 9. júlí 2021 var eftirfarandi bókað: "202103036 - Öldungaráð; samskipti og samstarf 2021 Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Auður Kinberg, frá HSN Hildigunnur Jóhannesdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00. Til umræðu: a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra. b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara. Kolbrún, Elín Rósa, Auður, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 14:02. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar." Til umræðu ýmis mál er varða málefni eldri borgara í sveitarfélaginu, bæði eldri mál og ný. Helga Mattína, Kolbrún, Auður og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:21. Byggðaráð þakkar fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður. Stefnt er að halda aftur fund í Öldungaráði sem fyrst. Jafnframt beinir byggðaráð því til félagsmálaráðs að funda sem fyrst með Öldungaráði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind fundargerð frá 5. fundi. Á fundinum var farið yfir stöðu þeirra mála sem voru til umfjöllunar á síðasti fundi og ný verkefni, s.s. samningur við Félag eldri borgara. Valdimar, Kolbrún og Auður viku af fundi kl.14:18.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar fulltrúum í Öldungaráði fyrir komuna. Öldungaráð leggur til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að sækjast eftir þátttöku sem eitt af 4-6 svæðum í þróunarverkefni um samþætta heima- og öldrunarþjónustu, sem hefjast á á árinu. Dalbær hefur þegar lýst yfir áhuga en skorað er á HSN um að lýsa yfir sambærilegum áhuga. "
Ekki komu fram athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.