Sveitarstjórn

357. fundur 21. mars 2023 kl. 16:15 - 17:37 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar gerði forseti sveitarstjórnar það að tillögu sinni að fella niður lið 48; Frá stjórn Dalbæjar; fjölgun hjúkrunarrýma, mál 202303115, og var það samþykkt.

Ekki komu fram athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1059, frá 23.02.2023.

Málsnúmer 2302007FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 12 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202302070.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202212128
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202302076
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202001002.
Liður 10 er sér liður á dagksrá; M202209090.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1060, frá 02.03.2023

Málsnúmer 2302009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202302072
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202302114.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202301149.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1061, frá 09.03.2023

Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202212136.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202303030.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202302003.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202211019.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202303001.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1062, frá 16.03.2023

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 17 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202303079
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M201812033.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202206053.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202302003. Viðauki.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202303069.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202303078.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202212136.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202111018.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202211096.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 266 frá 14.03.2023

Málsnúmer 2303005FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 11 liðum.
Liður 9 er sér liður á dagskrá. M202212058.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 280, frá 08.03.2023

Málsnúmer 2303002FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 10 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202301163.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202303009.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 147, frá 07.03.2023

Málsnúmer 2303003FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulagsráð - 8, frá 08.03.2023

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202303005.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M202303008.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202303006.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202303007.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M201806022.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202302015.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; M202303003.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; M202303043.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 7, frá 03.03.2023

Málsnúmer 2302010FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér liður í dagskrá; M202206087.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M202302026.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202303003.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Ungmennaráð - 38, frá 21.02.2023

Málsnúmer 2302006FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 122, frá 01.03.2023.

Málsnúmer 2302008FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202301054.
Liður 3 er sér liður á dagkskrá; M202302091.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202302092.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Frá 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023; Beiðni um launaviðauka.

Málsnúmer 202302076Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka á deild 21400, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 4.022.490. Byggðaráð leggur jafnframt til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 4.022.490 á deild 21400 vegna launa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023; Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip; a) samkomulag um styrk og b) viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202209090Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 17. febrúar 2023, að upphæð kr. 2.500.000 á deild 07810-9146 vegna ofangreinds styrks frá Dalvíkurbyggð. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, kt. 460697-2719 um styrk vegna kaupa á nýju björgunarskipi fyrir árin 2023 og 2024.
Niðurstaða:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.500.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi um styrk Dalvíkurbyggðar til Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar árin 2023 og 2024. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.500.000 á deild 07810, lykil 9146, vegna styrks frá Dalvíkurbyggð vegna kaupa á nýju björgunarskipi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samnkomulagi um styrk Dalvíkurbyggðar til Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar fyrir árin 2023 og 2024.

14.Frá 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2023; Beiðni um launaviðauka vegna Vinnuskóla 2023

Málsnúmer 202302072Vakta málsnúmer

Á 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deilarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 28. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna sumarstarfa á Eigna- og framkvæmdadeildar og vegna nemenda í Vinnuskóla. a) Sumarstarfsmenn á deild 09510; Eigna- og framkvæmdadeild. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 878.851 til þess að laun 3ja sumarstarfsmanna verði til samræmis við laun þeirra starfsmanna sem þeir koma til með að leysa af. b) Nemendur í Vinnuskóla, deild 0670. Óskað er eftir launaviðauka að upphæð kr. 5.720.036. Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á launum og vinnutíma í Vinnuskóla: 1. Laun ungmenna að ljúka 10. bekk hækki um 36%. 2. Laun ungmenna að ljúka 9. bekk hækki um 26%. 3. Laun ungmenna að ljúka 8. bekk hækki um 26%. 4. Vinnutími ungmenna að ljúka 9. og 10. bekk verði allt að 8 tímar á dag og vinnutími ungmenna að ljúka 8. bekk verði allt að 6 tímar. 5. Vinnutímabil verði frjálsara og ekkert hámark utan 9 vikna. 6. Nemendur Vinnuskóla verði ekki lánaðir til annarra starfa. Rök fyrir ofangreindu er að aðsókn í Vinnuskólannn hefur verið mjög dræm undanfarin ár. Vilji er til þess að gera Vinnuskólann að eftirsóknarverðari vinnustað m.a. með því að breyta launum og vinnutíma og gera Vinnuskólann almennt sem áhugaverðari vinnustað. Til umræðu ofangreint. Helga Íris vék af fundi kl.13:41. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 878.851, viðauki nr.8 við fjárhagsáætlun 2023, við deild 09510 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 5.720.036, launaviðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 06270. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á vinnutíma nemenda Vinnuskólans og að hætt verði að lána nemendur Vinnuskólans til annarra starfa."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka að upphæð kr 878.851, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2023, við deild 09510 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka að upphæð kr. 5.720.036, launaviðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 06270 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og breytingar á vinnutíma nemenda Vinnuskólans og að hætt verði að lána nemendur Vinnuskólans til annarra starfa.

15.Frá 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023; Frá Krílakoti; Beiðni um launaviðauka vegna aukningar á stöðugildum.

Málsnúmer 202303030Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 6. mars 2023, þar sem óskað er eftir aukningu um 1 stöðugildi við leikskólann Krílakot fram að sumarlokun sem hefst 17. júli 2023. Fram kemur að mikið álag hefur Krílakoti í vetur af ýmsum ástæðum s.s. vegna fjölgunar á orlofsdögum, aukningu á undirbúningstímum, styttingu vinnuvikunnar. Einnig eru fleiri börn á öðru ári en oft áður. 94 börn eru daglega á Krílakoti. Af þeim eru 22 fædd 2021 og 4 fædd 2022. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.034.808 sem er afleysing í 3,5 mánuð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið viðbótarstöðugildi og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.034.808 við deild 04140. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.034.808 við deild 04140 vegna launa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1061. og 1062. fundi byggðaráðs þann 9.og 16. mars 2023; Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð; a) viðbótarframlag til Golfklúbbsins Hamars og b) viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 1061. og 1062. fundi byggðaráðs þann 9. og 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
a)" Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, formaður stjórnar Golfklúbbsins Hamars, Guðmundur St. Jónsson, varaformaður Golfklúbbsins Hamars, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Á 356. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Eins og fram hefur komið, hefur íþrótta- og æskulýðsráði verið falið að úthluta 50 milljón króna styrk til uppbyggingar íþróttafélaga. Golfklúbburinn hóf uppbyggingu á vélagageysmlu á síðastsa ári. Var Golfklúbburinn styrktur um kr. 18 milljónir vegna þessa á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður við vélageymsluna er tæpar 54 milljónir. Áætlaður kostnaður til að klára geymsluna er um 33,5 milljónir. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkkir að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Íþrótta- og æskulýðsráð telur að uppsöfnuð þörf sé orðin mikil á uppbyggingu íþróttasvæða og telur að fjármagn hefði þurft að vera meira þetta árið, til að vinna upp þá þörf."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs á úthlutun til uppbyggingar íþróttasvæða þannig að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir vegna vélageymslu og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Sveitarstjórn leggur til að áður en styrkupphæðir séu greiddar út liggi fyrir samningur og áætlun um uppbyggingu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 13. febrúar sl., varðandi afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs á umsókn Golfklúbbsins Hamars um framkvæmdafé 2023. Fram kemur m.a. að það kom félaginu óþægilega á óvart þegar íþrótta- og æskulýðsráðs úthlutaði golfklúbbnum 8 m.kr. minna framlagi en áætlanir sýna að þurfi að klára vélageymsluna. Óskað er eftir fundi með formanni byggðaráðs og forseta sveitarstjórnar til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Bjarni Jóhann og Guðmundur viku af fundi kl.13:38. Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 13:55.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði 8 m.kr. styrkur til viðbótar til Golfklúbbsins Hamars vegna vélageymslu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að senda inn viðaukabeiðni til byggðaráðs."
b) "Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði 8 m.kr. viðbótarstyrkur til Golfklúbbsins Hamars vegna vélageymslu og fól byggðráð íþrótta- og æskulýðsfulltrú að senda inn viðaukabeiðni. Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 9. mars 2023, þar sem óskað er viðauka að upphæð kr. 8.000.000 á deild 32200 þannig að fjárfestingastyrkur til félaga árið 2023 verði kr. 58.000.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 32200-11603 hækki um kr. 8.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að veittur verði kr. 8.000.000 styrkur til viðbótar til Golfkúbbsins Hamars vegna vélageymslu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 32200-11603 hækki um kr. 8.000.000. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1061. og 1062. fundi byggðaráðs þann 9. og 16. mars 2023; Fundaborð og stólar í Upsa; a) tillaga um val á tilboði/lausn og b) viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202302003Vakta málsnúmer

Á 1061. og 1062. fundi byggðaráðs þann 9. og 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
a) "Tekið fyrir minnisblað frá innkauparáði, dagsett þann 7. mars 2023, er varðar innkaup á fundaborði og fundastólum í Upsa, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2023. Fram kemur að verðfyrirspurn var send út 6. febrúar sl. á 6 birgja sem eru með rammasamning við Ríkiskaup. Svör/ tillögur bárust frá 5 aðilum fyrir tilskilinn tíma. Innkauparáð / framkvæmdastjórn fór yfir málið á fundi sínum þann 6. mars sl. er niðurstaðan að leggja til við byggðaráð að gengið verði til samninga við Syrusson samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáði valdi. Á fjárhagsáætlun deildar 21010 er gert ráð fyrir kr. 1.211.000 sem er uppfærð fjárhæð vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Hugmyndin á bak við þá útfærslu var önnur en í ofangreindri verðfyrirspurn. Þar af leiðandi þarf að koma til viðauki við fjárhagsáætlun ef byggðaráð samþykkir innkaupin ásamt búnaði og þeirri aðkeyptri þjónustu bætist við. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Syrusson á grundvelli tillögu og minnisblaðs innkauparáðs/framkvæmdastjórnar og samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáð valdi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðaukabeiðni í samræmi við tillögu innkauparáðs."
b)" Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem óskað er viðauka að upphæð kr. 2.138.000 sem skiptist þannig að kr. 1.713.000 fer á deild 21010; sveitarstjórn, og kr. 425.000 fer á deild 31360-Eignasjóður.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 21010-2810 hækkar um kr. 1.213.000, liður 21010-2850 hækkar um kr. 350.000, liður 21010-4180 hækkar um kr. 150.000 og liður 31360-4610 hækkar um kr. 425.000; alls kr. 2.138.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að gengið verið til samninga við Syrusson á grundvelli tillögu og minnisblaðs innkauparáðs / framkvæmdastjórnar og samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáð valdi.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 12 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 21010-2810 hækkar um kr. 1.213.000, liður 21010-2850 hækkar um kr. 350.000, liður 21010-4180 hækkar um kr. 150.000 og liður 31360-4610 hækkar um kr. 425.000; alls kr. 2.138.000. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 1061. og 1062. fundi byggðaráðs þann 9. og 16. mars 2023; viðaukabeiðni frá félagsmálasviði.

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars sl. var til umfjöllunar erindi frá félagsmálasviði sem var bókað í trúnaðarmálabók. Í framhaldinu var tekinn fyrir viðaukabeiðni frá félagsmálasviði á fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. Á 1062. fundi samþykkti byggðaráð viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að deild 02030- laun lækki um kr. 4.070.150 og liður 02-57-9152 hækki um kr. 9.161.616. Nettó viðaukabeiðnin er því kr. 5.091.466. Byggðaráð samþykkti jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að laun á deild 02030 lækki um kr. 4.070.150 og liður 02-57-9152 hækki um kr. 9.161.616. Nettó viðaukinn er því kr. 5.091.466 og sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

19.Frá 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023; Viðhorfskönnun meðal starfsmanna sveitarfélagsins; a) Tilboð frá Attentus og b) viðaukabeiðni

Málsnúmer 202303078Vakta málsnúmer

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.000.000 vegna rafrænnar viðhorfskönnunar á meðal starfsfólks Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tilboð frá Attentus. Lagt er til að í fjárhagsáætlun 2023 verði liður 21600-4931 hækkaður um kr. 1.000.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 sem því nemur.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint verkefni og viðaukabeiðni að upphæð kr. 1.000.000, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 21010-4391 lækki um kr. 1.000.000 og á móti hækki liður 21600-4391 um kr. 1.000.000. Um er að ræða tilfærslu á milli deilda. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir viðhorfskönnun meðal starfsmanna sveitarfélagsins sem og viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 21010-4391 lækki um kr. 1.000.000 og á móti hækki liður 21600-4391 um kr. 1.000.000. Um er að ræða tilfærslu á milli deilda og því þarf ekki að bregðast við viðaukanum.

20.Frá 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2023; Frá Kili stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu; Sveitarfélag ársins 2023 -starfsmannakönnun

Málsnúmer 202302114Vakta málsnúmer

Á 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, rafbréf dagsett þann 27. febrúar 2023, þar sem líkt og árið 2022 hafa bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB ákveðið að bjóða sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Ef allt starfsfólk tekur þátt, fæst heildstæð mynd af starfsumhverfi sveitarfélaganna. Þannig er hægt að bera saman starfsumhverfi sveitarfélaga innbyrðis og sveitarfélaga og ríkis sem og almenna markaðarins. Tilgangurinn með könnuninni Sveitarfélag ársins er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði kr. 246.000 án vsk.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna boði um þátttöku í ofangreindri könnun."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar boði KJALAR um þátttöku í könnuninni Sveitarfélags ársins 2023.

21.Frá 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023; Betra Ísland - samningur vegna hugmyndavefs

Málsnúmer 202303069Vakta málsnúmer

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem fram kemur að í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs er gert ráð fyrir að vinna að ábendingakerfi / stafrænum hugmyndakassa. Einnig að á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september 2022 var eftirfarandi bókað:Á 375. fundir Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt bókun um vilja ráðsins til að styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Byggðaráð samþykkti á 1039. fundi sínum þann 27.9.2022 að vísa málinu til UT-teymis sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar. UT-teymi sveitarfélagsins hefur kynnt sér landslagið í þessum efnum og leggur til að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. um lausnina Betra Ísland skv. þeim gögnum sem fylgir með; drög að samningi ásamt vinnslusamningi. Ef samþykkt þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna samningsins rúmist innan fjárhagsramma 21400.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. í samræmi við meðfylgjandi gögn og ofangreint. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses í samræmi við meðfylgjandi gögn.

22.Frá 1058. og 1060. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar og 2. mars 2023;a) Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE og b) tengiliður

Málsnúmer 202301149Vakta málsnúmer

Á 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1058. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk. Með erindinu fylgir kynning á verkefninu. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni."Kristín Helga kynnti ofangreint verkefni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum. Einnig að óskað verði eftir verkefnatillögu frá SSNE og að tengiliður við verkefnið verði tilnefndur á fundi sveitarstjórnar 21. febrúar.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um verkefnið frá SSNE ásamt gátlista.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði tengiliður Dalvíkurbyggðar við SSNE en verkefnið verði unnið af teymi innanhúss."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs frá 1058. fundi að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum á þeim forsendum að þátttaka Dalvíkurbyggðar verði á þeim hraða sem sveitarfélagið hefur svigrúm til, sbr. það sem fram kom í kynningu SSNE á fundi með byggðaráði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði tengiliður Dalvíkurbyggðar við SSNE vegna Skrifstofa Dalvíkurbyggðar og verkefnið verði unnið af teymi innanhúss.

23.Frá 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023; Vinabæjasamstarf og fundir vinabæja

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var meðal annars eftirfarandi bókað: Á fundinum var farið yfir minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 1. febrúar 2023, þar sem farið er yfir aðdraganda að þeirri ákvörðun að Dalvíkurbyggð haldi vinabæjamót í ár. Sveitarstjóri leggur til að Dalvíkurbyggð sendi út tilkynningu þess efnis að mótið verði ekki haldið í Dalvíkurbyggð í sumar, meðal annars þar sem annir í öðrum verkefnum hafa ekki gefið svigrúm til að undirbúa mótið. Einnig er því velt upp í minnisblaði sveitarstjóra að umræða sé tekin um hvað Dalvíkurbyggð vill fá út úr vinabæjasamstarfi og jafnvel tilvalið tækifæri nú að hugsa hlutina alveg upp á nýtt.Niðurstaða:Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu, eiga fund með fulltrúum vinabæjanna og upplýsa um ofangreint áður en ákvörðun verður tekin. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samskipti og upplýsingar um fund með fulltrúum vinabæjanna sem sveitarstjóri sat ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Lagt er til að slá af mótið/stóra fundinn á Dalvík í sumar en rætt um að halda "between" fund á Dalvík í lok ágúst /byrjun september 2024. Á slíkan fund mæta ca. 3 einstaklingar frá hverju sveitarfélagi. Fundurinn á Dalvík yrði þá stefnumótunar- og undirbúningsfundur fyrir stóra fundinn, ca. 60 manns, sem Hamar á að halda næst. Ákveðið var að boða fulltrúa frá Hamar til fundar 13. apríl nk. á TEAMS.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að slá af mótið / stóra fundinn á Dalvík í sumar.

24.Frá 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023; Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Laugabrekka

Málsnúmer 202303001Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 28. febrúar 2023, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Laugarbrekku. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn og afgreiðslu slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn og afgreiðslu slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.

25.Frá 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023; Öldungaráð; samráð og samskipti árið 2023; tillaga Öldungaráðs

Málsnúmer 202303079Vakta málsnúmer

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valdimar Bragason, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg frá stjórn og Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15. Fulltrúi frá HSN boðaði forföll. Á fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði frá Félagi eldri borgara Helga Mattína Björnsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg, og Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi frá HSN kl. 13:19. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, boðaði forföll. Á síðasta og 4. fundi Öldungaráðs þann 9. júlí 2021 var eftirfarandi bókað: "202103036 - Öldungaráð; samskipti og samstarf 2021 Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Auður Kinberg, frá HSN Hildigunnur Jóhannesdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00. Til umræðu: a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra. b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara. Kolbrún, Elín Rósa, Auður, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 14:02. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar." Til umræðu ýmis mál er varða málefni eldri borgara í sveitarfélaginu, bæði eldri mál og ný. Helga Mattína, Kolbrún, Auður og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:21. Byggðaráð þakkar fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður. Stefnt er að halda aftur fund í Öldungaráði sem fyrst. Jafnframt beinir byggðaráð því til félagsmálaráðs að funda sem fyrst með Öldungaráði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind fundargerð frá 5. fundi. Á fundinum var farið yfir stöðu þeirra mála sem voru til umfjöllunar á síðasti fundi og ný verkefni, s.s. samningur við Félag eldri borgara. Valdimar, Kolbrún og Auður viku af fundi kl.14:18.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar fulltrúum í Öldungaráði fyrir komuna. Öldungaráð leggur til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að sækjast eftir þátttöku sem eitt af 4-6 svæðum í þróunarverkefni um samþætta heima- og öldrunarþjónustu, sem hefjast á á árinu. Dalbær hefur þegar lýst yfir áhuga en skorað er á HSN um að lýsa yfir sambærilegum áhuga. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Öldungaráðs um að Dalvíkurbyggð sækist eftir þátttöku sem eitt af 4-6 svæðum í þróunarverkefni um samþætta heima- og öldrunarþjónustu sem á að hefjast á árinu 2023. Sveitarstjórn skorar jafnframt á HSN um að lýsa yfir sambærilegum áhuga og Dalbær og Dalvíkurbyggð.

26.Frá 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023; Stefna í málefnum aldraða; skipan í vinnuhóp og erindisbréf

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: " 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð. Niðurstaða:Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum. Til umræðu ofangreind tillaga. Þórhalla vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn."Fyrirliggja tilnefningar í vinnuhópinn frá Dalbæ ses. og HSN; Frá Dalbæ; Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Frá HSN; Hildigunnur Jóhannesdóttir. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna endurskoðunar stefnu í málefnum aldraðra með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Breytingin snýr að því að vinnuhópurinn greini kostnað í málefnum aldraðra þannig að sveitarfélagið, Dalbær og HSN leggi fram upplýsingar hvert fyrir sig. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða ofangreinda tillögu að skipan í vinnuhópinn.

27.Frá 266. fundi félagsmálaráðs þann 14.mars 2023; Reglur um stoð og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202212058Vakta málsnúmer

a) Reglur Dalvíkurbyggðar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
b) Tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
c) Reglur Dalvíkurbyggðar um stuðningsþjónustu.


Á 266. fundi félagsmálaráðs þann 14. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Starfsmenn félagsmálasviðs leggja fram drög að 3 samningum fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur og stoðþjónustu og reglur um stuðningsþjónustu. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur um stuðningsþjónustu og stoðþjónustu."
Enginn tók til máls.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um stuðningsþjónustu.

28.Frá 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars 2023; Skóladagatöl skólanna 2023 - 2024; skóladagatal Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024.Niðurstaða:Fræðsluráð, samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024. Sviðsstjóra falið að vinna með stjórnendum leikskóla að skóladagatali fyrir 2023 - 2024 og koma með tillögu á næsta fund hjá Fræðsluráði".
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að skóladagatalinu verði vísað aftur til fræðsluráðs og samráð verði haft við kennara í Dalvíkurskóla um skóladagatalið áður en það verður afgreitt. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemennda skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofnagreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

29.Frá 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars 2023; Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

Málsnúmer 202303009Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir upplýsingar frá þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu, sem haldin var í Hörpu 6. mars og kom jafnframt með hugmynd um að halda umræðu áfram í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að Snæþór Arnþórsson verði í umræðuhópi varðandi skólaþjónustu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að Snæþór Arnþórsson verði í umræðuhópi Dalvíkurbyggðar varðandi skólaþjónustu.

30.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsókn um lóð, Karlsbraut 3

Málsnúmer 202303005Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 1. mars 2023, óskar Gunnþór Jónsson eftir lóð við Karlsbraut 3 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Karlsbraut 3 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og útlutun á lóðinni að Karlsbraut 3.

31.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsókn um lóð, Hringtún 28

Málsnúmer 202303008Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson eftir lóð við Hringtún 28 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 28 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni að Hringtúni 28.

32.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsókn um lóð, Hringtún 36

Málsnúmer 202303006Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson fyrir hönd Leó verktaka ehf eftir lóð við Hringtún 28 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 36 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs með þeirri breytingu að um sé að ræða umsókn um lóð við Hringtún 36 en ekki 28 og samþykkir jafnframt samhljóða úthlutun á lóðinni við Hringtún 36.

33.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsókn um lóð, Hringtún 34

Málsnúmer 202303007Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson fyrir hönd Leó verktaka ehf eftir lóð við Hringtún 34 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 34 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 34.

34.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsókn um byggingaleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík

Málsnúmer 201806022Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar dags. 17. janúar 2023 var eftirfarandi bókað "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. fundi þann 11. janúar og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum. Grenndarkynningu vegna erindis Gísla, Eiríks og Helga ehf, eigenda Karlsrauðatorgs 11 þar sem óskað var eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá Svövu Björk Jónsdóttur, lauk þann 30. janúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.Send voru út kynningargögn á tuttugu og tvo næstu nágranna í formi aðaluppdrátta frá Svövu Björk Jónsdóttur og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

35.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023;Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut

Málsnúmer 202302015Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 356. fundi sveitarstjórnar var samþykkt bókun Skipulagsráðs þann 8. febrúar um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykki óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að í stað „Þrjú einbýlishús eða fjögurra íbúða raðhús“ komi „Þrjár til fjórar íbúðir í einbýlis-, rað- eða parhúsum.“ Breytingin er óveruleg og er framkvæmdasviði falið að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Tillaga að nýju deiliskipulagi verður kynnt íbúum á íbúafundi áður en hún verður auglýst samkvæmt bókun 355. fundi sveitarstjórnar. Samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun Skipulagsráðs um að gera óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að tillaga að nýju deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði kynnt íbúafundi 28. mars nk.
Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

36.Frá 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsögn um strengleið Dalvíkurlínu 2. Hörgársveit.

Málsnúmer 202303043Vakta málsnúmer

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 15. desember 2022 að að vísa aðalskipulagstillögu fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2 í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að strengleið Dalvíkurlínu 2 innan marka Hörgársveitar ásamt helgunarsvæði hennar eru færðar inn á aðalskipulag Hörgársveitar og jafnframt eru reiðleiðir og göngu- og hjólaleiðir uppfærðar. Skipulagstillagan tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 Tillagan er nú send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 2. mgr. 30. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Niðurstaða:Dalvíkurbyggð hefur unnið breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 í samvinnu við Hörgársveit og Akureyri og gerir skipulagsráð engar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir engar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2.

37.Frá 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 og 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023; Umsókn um framkvæmdarleyfi við Hálsá

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Á 7. fundi umhverfisráðs- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með fyrirvara um að fyrir liggi nauðsynleg gögn skv. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi sem og jákvæð umsögn fiskistofu skv. 7. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með vísan í afgreiðslu skipulagsráðs frá 8. mars sl.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að unnin sé skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna

38.Frá 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023; Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald

Málsnúmer 202206087Vakta málsnúmer

Á 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa til umhverfis- og dreifbýlisráðs erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu. Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var lagt til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir leigusamninginn með áorðnum breytingum á fundinum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt er til að stofnuð verði deild um fasteignina í bókhaldi og sótt um viðauka fyrir kostnaði við endurbætur sem gangnamannafélagið óskar eftir í framlögðu erindi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gangnamannafélags Sveinstaðaafréttar um leigu á Stekkjarhúsi ásamt bragga í Sveinsstaðaafrétt. Samningstíminn er 4 ár frá og með 1. apríl nk.

39.Frá 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023; Umhverfisstofnun tilnefning í Vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Á 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 6. febrúar 2023, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála. Umhverfisstofnun óskar eftir að sveitarfélög tilnefni fulltrúa sinn, og annan til vara, sem og fulltrúa náttúruverndar- eða umhverfisnefndar sveitarfélags ef slík nefnd starfar á svæðinu, í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar nr. 935/2011 um stjórn vatnamála. Niðurstaða sveitarsjórnar að vísa málinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar og að ráðið tilnefni í nefndina. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að skipa sviðsstjóra framkvæmdasviðs í vatnasvæðanefnd og formann Umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.

40.Frá 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023; Frumhagkvæmnimat líforkuvers - viljayfirlýsing

Málsnúmer 202212128Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Elías Pétursson, verkefnastjóri, Kjartan Ingvarsson, frá umhverfis- orku, og loftlagsráðuneytinu, og Kristín Helga Schiöth frá SSNE, og Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs, kl. 14:00. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Elíasi Péturssyni, verkefnastjóra vegna líforkuvers, dagsettur þann 29. desember sl, þar sem fram kemur að hugmyndin er að funda með sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE til að kynna og ræða frumhagkvæmismat vegna líforkuvers en matið fylgir erindinu. Óskað er eftir tillögum um óskatímasetningu og tímasetningu til vara fyrir hvert sveitarfélag. Byggðaráð leggur til tímasetninguna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00 og til vara fimmtudaginn 26. janúar kl. 14:00. Til umræðu ofangreint. Elías, Kjartan, Kristín Helga og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:20.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. febrúar 2023, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að sameiginlegri viljayfirýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuvers í Eyjafjarðar sem SSNE óskar eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau eru tilbúin að standa að viljayfirlýsingunni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viljayfirlýsingu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.

41.Frá 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023; Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 25. október sl., er varðar drög að endurskoðun á samstarfssamningi um HNE og rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl.,þar sem meðfylgjandi eru sömu drög með frekari tillögum að breytingum. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög en felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma á framfæri þeim ábendingum sem komu fram á fundinum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um HNE. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur SSNE, dagsettur þann 25. janúar sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi með tillögum að breytingum ásamt upplýsingum um athugasemdir frá sveitarfélögum. Til umræðu ofangreint. Albertína, Elva, Kristín Helga og Silja Dröfn viku af fundi kl. 14:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar Albertínu, Elvu, Kristínu Helgu og Silju Dröfn fyrir komuna á fundinn." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 2. mars 2023, þar sem meðfylgjandi er uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaganna vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra til umfjöllunar og samþykktar þar sem fram koma þær breytingar sem gerðar hafa verið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum ofangreindan samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands.

42.Frá 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023; Verksamningur um hitastigulskort

Málsnúmer 202302070Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:44. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi við Íslenskar orkurannsóknir um hitastigulskort af Dalvík-Svarfaðardal. ÍSOR vinnur nú að heildstæðu hitastigulskorti af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e.a.s. frá Hólsgerði norður í Ólafsfjörð, bæði austan og vestan megin fjarðar. Slíkt kort gefur nauðsynlegt yfirlit yfir svæðisbundinn hitastigul og hitastigulsfrávik og gagnast við að koma auga á möguleika til jarðhitanýtingar. Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þá er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur 2023. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum á lið á deild 48200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi verksamning við Íslenskar orkurannsóknir um hitastigulskort af Dalvík-Svarfaðardal. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kostnaður vegna samningsins fari á deild 48200.

43.Frá 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023; Dalvíkurlína 2 -Hjólreiðastígur meðfram lagnaleið.

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Á 43. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er samþykkt samhljóða að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.

44.Frá 1062. fundi byggðaráðs þann 16.mars 2023; Hafnasjóður - tillaga til sveitarstjórnar varðandi viðræður við Hafnasamlag Norðurlands.

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Á 1062. fundi byggaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars sl. var til umfjöllunar viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið, SVÓT greining og fundur þann 15. mars sl. með stjórn og framkvæmdastjóra Hafnasamlagsins. Á fundinum frá Dalvíkurbyggð var byggðaráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs var farið yfir fundinn í gær, 15. mars.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma.

45.Frá 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars 2023; Yfirlit siglningaverndar 2023

Málsnúmer 202301054Vakta málsnúmer

Á 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög að yfirliti siglingaverndar 2023 frá Samgöngustofu sem bárust með tölvupósti þann 11. janúar 2023. Óskað er eftir því að farið sé yfir drögin og athugasemdum skilað inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs og gerir ekki athugasemdir við drög að "Yfirlit siglingaverndar á Íslandi 2023".

46.Frá 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars 2023; Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202302091Vakta málsnúmer

Á 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við ársreikning Hafnasambands Íslands. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs og gerir ekki athugasemdir við ársreikning Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022.

47.Frá 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars 2023; Aðalfundur Samorku 2023

Málsnúmer 202302092Vakta málsnúmer

Á 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 14. febrúar 2023, þar sem fram kemur að aðalfundur Samorku 2023 verður haldinn á Grand hótel, þriðjudaginn 15. mars 2023. Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá, ársreikningur 2022 og tillögur að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Bjarni Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð Hita-, vatns- og fráveitu Dalvíkurbyggðar á fundinum og Benedikt Snær til vara."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasvið, sæki aðalfund Samorku 15. mars sl., og fari með umboð veitna Dalvíkurbyggðar á fundinum og Benedikt Snær Magnússon, varaformaður, til vara.

48.Frá Friðjóni Árna Sigurvinssyni; Beiðni um lausn frá störfum sem varamaður í veitu- og hafnaráði

Málsnúmer 202303119Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Friðjóni Árna Sigurvinssyni, rafpóstur dagsettur þann 20. mars 2023, þar sem hann óskar lausnar sem varamaður í veitu- og hafnaráði.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Friðjóni Árna Sigurvinssyni lausn frá störfum sem varamaður í veitu- og hafnaráði.

49.Frá Jolantu Krystynu Brandt; Ósk um lausn frá störfum sem varamaður í veitu- og hafnaráði

Málsnúmer 202303118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jolantu Krystynu Brandt, rafpóstur dagsettur þann 18. mars 2023, þar sem Jolanta óskar lausnar sem varamaður í veitu- og hafnaráði.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Jolantu lausn frá störfum sem varamaður í veitu- og hafnaráði.

50.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202303114Vakta málsnúmer

Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Gunnar Kristinn Guðmundsson og Sigmar Harðarson, Hólavegi 5, taki sæti í veitu- og hafnaráði sem varamenn.
Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Gunnar Kristinn og Sigmar Harðarson réttkjörnir sem varamenn í veitu- og hafnaráði.

51.Frá stjórn Dalbæjar; Fundagerðir 2023

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 8. febrúar sl. - 2. fundur ársins.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:37.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs